Velkominn í paradís tónlistarunnenda; þar sem vinyllinn gælir við skilningarvitin og guðdómlegar melódíur ráða ríkjum. Þessi þáttur er ekki fyrir þá veiklyndu; fólk sem fúlsar við hljómgæðum. Hér er háalvarleg stúdía á ferðum, sjálf hljómplatan eins og hún birtist mér sem barni.
Ég man enn eftir fyrstu hljómplötunni sem ég heyrði móður mína spila. Donna Summer var á umslaginu. Næst kom Barbra Streisant og í kjölfarið Nina Hagen. Í þá daga var B-hliðin raunveruleg og geymdi þau lög sem komust ekki á A-hliðina. Aukalögin sem oft slógu óvart í gegn og urðu vinsæl, þvert á völuspár útgefenda.
Á daglegu ferðalagi mínu um Instagram rakst ég á tvö myndbönd sem sýna guðdómlegt ferlið og svo einnig samansafn mynda sem sýna plötuspilara í allri sinni dýrð. Vinyllinn lifir og það góðu lífi. Smelltu á myndböndin hér að neðan og gættu vel að galleríinu sem finna má neðst – til að líta augum dýrðina, hinn goðumlíka vinyl.
Fyrst tekur hann umbúðirnar af kassanum og stingur plötuspilaranum í samband:
“Varlega tók ég viðkvæman vinylinn úr umslaginu með tveimur fingrum, dustaði rykið af nálinni og lagði pressaða plötuna vandlega á fóninn. Lyfti upp hausnum og lagði á svartan vinylinn. Dularfullan og dreyminn. Vinyllinn er lagskiptur og felur í sér loforð og lystisemdir.”
[new_line]
Því næst setur hann plötuna á fóninn, tekur hulstrið af nálinni og heilsar Meistara Hayes:
Smelltu á “hashtöggin” hér að neðan til að stúdera hljómplötur og plötuspilara á Instagram …
#recordplayer – #vinylrecords – #vinyl – #crosley
Hún er á Instagram – smelltu hér
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.