Guðdómleg sería, verð ég að segja. Tærar myndir, áleitnar en um leið svo skemmtilega látlausar. Tískuljósmyndarinn Mario Testino er ekki þekktur fyrir að feta troðnar slóðir, en hann er höfundur handklæðaseríunnar.
Ég fylgi honum á Instagram. Skemmtilegt finnst mér að fylgja Mario, sem birtir endrum og eins nýjar myndir úr seríunni sem vex stöðugt. Handklæðamyndir. Svart-hvítar. Sem allar eiga það sameiginlegt að vera af heimsþekktum einstaklingum, sem allri líta út fyrir að vera nýkomnir úr sturtu.
Ég er hrifin af seríunni. Og verkum Testino. Þeim líka. Verkin hans hafa á sér tært yfirbragð og handklæðaserían er að mínu mati ein af hans frumlegri seríum. Testino, sem var sem heillaður af Elizabeth Taylor, byggir seríuna á mynd af Elizabeth frá árinu 1992 þar sem hún situr fyrir íklædd drifhvítum baðslopp með handklæði á höfði og hvíta demanta um hálsinn.
Fyrirmynd handklæðaseríu Testino er þessi ljósmynd af Elizabeth Taylor, sem var tekin árið 1992 af ljósmyndaranum Herb Ritts í þeim tilgangi að auglýsa ilmvatn hennar sem bar heitið White Diamonds:
Hér má svo líta nokkrar myndir úr handklæðaseríu Testino:
#towelseries
HÚN er á Instagram, smelltu á hnappinn:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.