Burlesque stjarnan Dita Von Teese er dýravinur með meiru, á aldraðan kött að nafni Aleister og það sem meira er; dýrið er stjarna sem er með eina 15.500 fylgjendur á Instagram.
Þetta er Aleister, sem lúrir gjarna á undirfatnaði Ditu, malar stórum og lætur sér fátt um finnast þó heill herskari dýravina fylgi honum hvert fótmál á samskiptamiðlum.
Dita, sem er annálaður dýravinur sagðist í viðtali við People fyrir skömmu hafa látið hanna Louis Vutton ferðabúr fyrir hinn átta ára gamla Aleister, en hún notaði gjarna á ferðalögum, en litli loðboltinn fylgir eiganda sínum hvert fótmál og er sjaldan skilinn eftir heima.
Aleister er virkilega klókur köttur. Ég verð að gæta mín vel, því hann kann að opna rennilásinn á ferðabúrinu sínu og slapp einu sinni út úr flugvél – öllum að óvörum.
Aleister, sem sættir sig einungis við það allra besta, er orðinn nokkuð sjóaður á ferðalögum og lúrir venjulega rólegur í kjöltu eiganda síns meðan á þotuferðum stendur, en þó segist Dita vera varkár meðan á flandrinu stendur, þar sem Aleister, sem er af kyninu Devon Rex, sé afar forvitinn í eðli sínu og viti fátt skemmtilegra en að leggja upp í landkönnun.
Aleister hefur undursamlegan smekk á hátískuklæðnaði og hefur meðal annars orðið valdur að því að matmóðir hans varð of sein til kynningar á ilmvatni, en hann lagðist ofan á Mugler kjól Ditu og malaði þar stórum, sem meðal annars olli því að ilmvatnsframleiðendur urðu að bíða þess að Dita léti pressa kjólinn og svifi óaðfinnanleg í útliti en alltof sein inn gólfið til að kynna sinn nýjasta ilm, Rouge.
Aleister er reyndar ekki eina gæludýr Ditu, sem á þrjá ketti og tvo hunda. Svo heitt elskar hún dýrin að hún réði listamann til að gera olíuportrett af þeim öllum og barðist hatrammlega fyrir forræði yfir dýrunum þegar hún sleit sambandi sínu við rokkstjörnuna Marilyn Manson.
Dita vann forræðismálið og hefur óskipt yfirráð yfir öllum dýrunum í dag og hefur með baráttu sinni fyrir dýravernd og óskilyrtri ást á fjórfætlingum fyrir löngu sannað að konur sem eiga ketti eru langt frá því undarlegar, einhleypar og undarlegar konur.
Hún er á Instagram – smelltu hér
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.