Sumarið er komið og það er heitt og lifandi; göturnar iða af mannlífi og götutískan tröllríður Instagram. Þeir eru til sem segja að tískan verði til á götunum; að fólkið sem fötunum klæðist sé hinn raunverulegi innblástur hönnuða sem birta línur sínar á hátískupöllunum hvert ár.
Hún elskar Instagram og fólkið sem skapar tískuna, landamæraleysi samskiptamiðla, iðandi mannlífið á götum stórborga og allar drottningarnar sem svífa eftir gangstéttunum, gyðjurnar sem móta tískuna með göngulaginu einu saman og taka yfir heilu göturnar með glæstu fatavalinu.
#streetchic er leitarorð dagsins og svarið er; svart, hvítt, fallega hráar blúndur og lausgreitt hár.
‘ Hún er á Instagram; smelltu á:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.