Hún elskar Instagram: Vor í París #SPRINGINPARIS

Ég hef aldrei komið til Parísar. En mig hefur alltaf langað að dreypa á frönskum Latté á útikaffihúsi, gefa dúfunum að borða. Næla mér í ferskt snittubrauð í bakaríinu á horninu og setjast upp í hringekju.

Stelast til að kaupa ósvikið Candy Floss, flissa í  suður-evrópskum strætó og kannski fara upp í Effeilturninn. Líklegri væri ég til að kasta klinki í hatt götulistamanns, finna mér lúinn bakgarð og dæsa af unaði.

Einn sá skemmtilegasti eiginleiki sem ég veit á Instagram er # merkið alræmda. Sem færði mér heiminn að dyrum í dag, sýndi mér veröldina með augum þeirra sem heimsótt hafa París frá því vorið skall á og deila því fúslega með gangandi og gestum á opnum Instagram reikningum.

“Gone are the days” – segi ég, þegar ég fór og festi auðmjúk kaup á ferðahandbókum, lagði útlenska frasa á minnið og staulaðist að galtómum sparibauknum meðan ég barði höfðinu við vegg og bar upp spurninguna: “Hvenær lít ég París augum?”

 

Í meðfylgjandi albúmi  má sjá #springinparis á Instagram 

Hún er á Instagram: Smelltu á hnappinn

Instagram

 

SHARE