Hún er 8 ára og þénar 17 milljónir á mánuði

Hinar svokölluðu Youtube-stjörnur eru sífellt að verða vinsælli og eru þær margar hverjar orðnar heimsfrægar. Og alveg forríkar. Vefmiðillinn AdAge birti nýlega lista yfir þær stjörnur sem þéna hvað mest í þessum sívaxandi bransa. Stjörnunum var skipt upp í tvo flokka – þær sem einbeita sér að lífstílsmyndböndum (förðun, tíska, o.s.frv) og svo þær sem einbeita sér að matreiðslu og öllu henni tengdu.

Sjá einnig: 15 ára barnapía þénar 66 milljónir á ári

Í fyrsta sæti í matreiðsluflokknum var hin átta ára gamla Charli, sem heldur úti sinni eigin Youtube-rás, sem kallast CharlisCraftyKitchen. Yfir 29 milljón manns horfa á Charli mánaðarlega en hún byrjaði feril sinn á Youtube aðeins fimm ára gömul. Í dag þénar hún tæplega 17 milljónir á mánuði, sem að mestu leyti er vegna auglýsinga.

https://youtu.be/7p2U46n9Zg0

Sjá einnig: Blindur snillingur sýnir förðun fyrir sjónlausa á YouTube

SHARE