Anna María Sverrisdóttir segir frá því á Facebook síðu sinni þegar hún fylgdist með tveimur viðskiptavinum græta unga afgreiðslustúlku í Bónus. Anna María segir stúlkuna hafa verið um sextán eða sautján ára gömul samkvæmt frétt á DV.is.
Anna segir að hún hafi verið að bíða eftir að kæmi að sér á kassanum í Bónus og fólkið fyrir framan hana hafi verið svo dónaleg við stúlkuna þegar stúlkan spurði þau hversu marga poka parið vildi. Þá brást konan við með því að segja henni að hætta þessum dónaskap og gefa þeim tíma til að ganga frá vörunum. Auk þess sagði konan við stúlkuna að henda ekki í sig vörunum og haga sé almennilega.
Anna segir hinsvegar við DV að stúlkan hafi staðið sig með prýði. Þegar fólkið var svo búið að greiða vörurnar gaf stúlkan Önnu bendingu um að bíða aðeins og gekk svo fram fyrir kassana og tók fyrir andlitið og grét.
Samstarfsfólk stúlkunnar tók eftir þessu öllu sem og parið sem hafði sýnt dónaskapinn og karlmaðurinn sagði við konuna „Hún er farin að grenja“ og þá gat Anna ekki orða bundist og sagði „Já heimurinn er ekki alltaf jafn alúðlegur“.