
Við sjáum ekki marga heimilislausa hérna á götum Reykjavíkur eða nágrennis. En við þurfum nú ekki að fara lengra en til Lundúna eða Kaupmannahafnar þegar við sjáum fólkið sem hefur hvergi höfði sínu að halla nema á götunni. Myndir þú taka eftir því ef náinn ættingi væri í kúldri í svefnpoka upp við húsvegg? Þetta myndband snertir við manni og vekur mann til umhugsunar.