Hún hætti að djamma og missti 38 kíló – Sjáðu fyrir & eftir myndirnar

Þegar Charlotte DeAberu hóf háskólanám í Bangor University í Norður-Wales tók líf hennar ákveðnum stakkaskiptum. Hún fluttist úr foreldrahúsum yfir á heimavist og eins og margir eflaust þekkja, þá hefur það skref oft í för með sér dálitlar breytingar. Að sögn Charlotte fór hún að djamma allar helgar – seinnipartinn á föstudögum hófst drykkjan á heimavistinni sem endaði svo í trylltum dansi á einhverjum næturklúbbi. Síðan var staulast heim undir morgun, helst með vænan skammt af skyndibita í poka.

Sjá einnig: Missti 10 kg án þess að fara í megrun

gallery-1427399100-rbk-caters-charlotte-deabreau

Uppáhalds drykkur Charlotte á þessum tíma var kokteillinn Snakebite, sem samanstendur af eplasíder, bjór og ávaxtasafa. En þessi ágæti kokteill er hvorki meira né minna en 385 kalóríur.

Charlotte segist hafa prófað allt á umræddu tímabili, allskonar megrunarprógrömm og kúra. En ekkert virkaði. Það var ekki fyrr en hún lagði áfengið alfarið á hilluna að hlutirnir fóru að gerast.

Sjá einnig: Eva Rut missti 50 kíló: Orðin heilsustjarna og birtist í Cosmopolitan

10425122_10154354661670627_3436791091971436386_n

Charlotte hefur misst 38 kíló og vinnur nú við að hjálpa fólki í sömu stöðu og hún var búin að koma sér í.

Fréttin birtist upphaflega á Redbook.

Sjá einnig: 7 hlutir sem ég gerði til að missa 110 kg án þess að fara í megrun

SHARE