Kylie Jenner er ekkert sérstaklega hrifin af mágkonu sinni, fyrirsætunni Blac Chyna. En eins og flestir vita er Blac barnsmóðir Tyga, sem er kærasti Kylie Jenner, og var Kylie allt annað en sátt við að fá hana inn í fjölskylduna. Á síðasta sunnudag bárust fréttir af því að Blac og Rob væru hætt saman og segja má að Kylie hafi bókstaflega hoppað af kæti.
Sjá einnig: Blac Chyna og Rob Kardashian eru ekki hætt saman
Kylie tísti aðeins nokkrum mínútum eftir að sambandsslitin voru gerð opinber:
Kylie var þó ekki lengi í paradís af því að bæði Blac og Rob leiðréttu orðróminn morguninn eftir. Þau eru víst ennþá saman.