Unglingsstelpa braut internetið með því hvernig hún ákvað að koma út úr skápnum fyrir fjölskyldu sinni. Það getur reynst mörgum afar erfitt að koma út úr skápnum fyrir þeim sem eru þeim næstir.
Gina er 16 ára gömul og kemur frá Kaliforníu. Hún hefur vitað að hún er samkynhneigð í um það bil ár, en segir þó að hún sé ekki týpan sem vill setjast niður og eiga alvarlegar samræður við fjölskyldu sína, svo hún ákvað að gera það á hressan og jákvæðan máta.
Sjá einnig: Konur ýmist tvíkynhneigðar eða samkynhneigðar: Ný rannsókn
Hún var stödd í Disneylandi með mömmu sinni og henni þótti það fullkominn staður til að deila fréttunum. Hún var í einu af stærstu tækjunum í garðinum, Spalsh Mountain og þegar kom að því að fara stærstu bununa, dró hún upp blað sem á stóð “ég er samkynhneigð” og sýndi það í myndavélina.
Þegar þær voru svo búnar í tækinu, fóru þær að skoða myndirnar og var móðir hennar um leið mjög stuðningsrík og sendi pabba hennar og bróður myndina í skilaboðum og voru þau öll mjög jákvæð með fréttirnar. Bæði pabbi hennar og bróðir voru næstum því 70% vissir um að hún væri lesbía, en mamma hennar hafði enga hugmynd, en um leið var hún viss um að þau myndu sætta sig við þetta.
Sniðug aðferð hjá þessari ungu stelpu.
Sjá einnig: Hjónabönd samkynhneigðra eru nú leyfð í öllum fylkjum í Bandaríkjanna
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.