Það má með sanni segja að verk hinnar dönsku Christinu Scou Christensen séu einstök þar sem samspil glerungs, brennslu og leirforma hafa afgerandi áhrif á útkomuna. Christina lítur á verkin sín sem tilraunir en ekki fullunnin verk sem gerir það að verkum að leikgleðin skín í gegn um að því er virðist tilviljanakennda meðferð Christinu á leirnum, sem hún hefur samt sem áður náð fullkomnum tökum á.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér betur hvernig Christine vinnur er bent á að kíkja á þetta VÍDEÓ ásamt heimasíðu hennar HÉR
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.