Ljósmyndari tekur myndir af þunglyndi eiginmanns síns með innilegri myndaseríu. Verkefnið heitir The Sea That Surrounds Us eða Sjórinn sem umlykur okkur og heitir ljósmyndarinn Maureen Drennan. Tilgangur verkefnisins var að mynda baráttu eiginmannsins og hennar eigin baráttu við að skilja sjúkdóminn.
Nafnið á verkefninu kemur frá ástarljóði eftir Pablo Neruda, sem heitir Night on the Island og eru margar myndanna teknar á Rhode Island, þar sem hún eyddi miklum tíma sem barn. Hún tók þær þar vegna þess að þær minntu hana á einangrunina og hráa umhverfi sjúkdómsins, fjarlægðina sem hún fann frá eiginmanni sínum og innra ástand hans á meðan hann glímdi við þunglyndið.
Sjá einnig: „Ég var atvinnumaður í feluleik þunglyndis“
Síðan þessar myndir voru teknar hafa þau sett erfiðu tímana fyrir aftan sig en myndirnar minna á hversu viðkvæm við erum sem manneskjur og hversu erfitt er að skilja upplifun annarar manneskju, sama hversu náin þú ert henni.
Sjá einnig:Þunglyndi er ekki alltaf augljóst
Heimildir: Bored Panda
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.