„Hún sagði fyrst nei“

Michael Douglas sagði frá því nýlega í viðtali að Catherine Zeta-Jones hafi fyrst neitað honum þegar hann bað hennar. Þau kynntust í Frakklandi árið 1999 og giftu sig í nóvember árið 2000 og eru því búin að vera gift í tæp 16 ár.

Sjá einnig: Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones hætt við að skilja!

 

Michael bað Catherine í Aspen á gamlárskvöld árið 1999. „Ég bað hennar á þessu kvöldi svo ég myndi ekki gleyma þessu. Við vorum bæði sárlasin með flensu og ég bað hennar um leið og klukkan sló miðnætti. Hún sagði nei,“ sagði Michael og hló. Michael greindist með krabbamein í hálsi árið 2010 og við tóku þá við lyfja- og geislameðferðir. „Ég hélt ég myndi aldrei fara að vinna aftur,“ sagði Michael en hann hefur verið laus við krabbameinið í 5 ár um þessar mundir.

SHARE