Orlando Bloom, 37 ára og Justin Bieber, 20 ára lentu í handalögmálum í gær á Ibiza. Að sögn sjónarvotta, Justin sagði við Orlando: „Hún var góð“ og vísaði þar með til þeirra sögusagna að hann og Miranda Kerr, fyrrverandi kærasta Orlando, hafi verið saman.
Orlando mun þá hafa kýlt í áttina að Justin en virðist hafa hikað eða hitt mjög illa því Justin varð ekki meint af.
Samkvæmt heimildarmönnum HollywoodLife finnst Orlando að Justin Bieber sýni konum lítilsvirðingu og það hafi pirrað hann alveg svakalega.
Eftir þetta birti Justin mynd á Instagram, af Miranda Kerr á sundfötum, en tók hana út fljótlega aftur.