Hún var með inngróna tánögl sem endaði með aflimun

Hannah Moore (19) þurfti að fara í aðgerð vegna ingrónar tánaglar árið 2012, en eftir aðgerðina fékk hún sjáldgæft sársauka heilkenni (CRPS) sem leiddi til þess að fótur hennar varð allur í sárum, bólginn og sýktur.

Eftir að Hannah hafði þurft að líða mikinn sársauka í langan tíma og þurft að líða allskyns meðferðir án árangurs, taldi hún að hún hefði engan annan kost en að láta fjarlægja á sér fótinn, en hún þurfti þá að gera það á sinn eigin kostnað.

Sjá einnig: PCOS – Fjölblöðrueggjastokka heilkenni: Leyndur sjúkdómur hjá mörgum konum

Hannah ákvað að láta fjarlægja á sér fótinn vegna þess að hún gat ekki lengur hugsað sér að lifa þennan gríðarlega sársauka lengur. Læknar vöruðu hana við að fara í aðgerðina, þar sem líkur voru á því að verkurinn myndi enn vera til staðar á því sem eftir væri af fætinum. Hún ákvað að fara gegn ráðum lækna og fara í aðgerðina og segist ekki sjá eftir því í dag. Hún er nú loks búin að fá líf sitt aftur og laus við sársaukann sem fylgdi fætinum síðustu þrjú árin.

Heilkennið sem hún var með getur komið upp eftir meiðsli eða minniháttar aðgerðir. Það kemur vanalega upp í þeim hluta líkamans sem meiðslin áttu sér stað, en getur dreyft sér í aðra hluta líkamans og verður til þess að sjúklingurinn þarf að líða mjög mikinn sársauka. Í tilfelli Hannah mátti ekkert snerta fót hennar, en svo lítil snerting sem að teppi lægi á fæti hennar leiddi til þess að hún fann mikinn sársauka og hennar tilfelli var svo slæmt að fótur hennar var allur í sárum og fékk sýkingar í sífellu.

Frá því að Hannah lét fjarlægja á sér fótinn, hefur hún verið sársaukalaus alla daga síðan og er nú að læra að nota gervifótinn og er glöð með að fá líf sitt aftur sársauakalaust.

Sjá einnig: Hvað er Gilberts heilkenni?

 390C74D400000578-3819242-image-a-2_1475482459247

Screen Shot 2016-10-03 at 12.30.30

390C737C00000578-3819242-image-a-1_1475488486505

390C752900000578-3819242-image-a-25_1475484513199

390C752500000578-3819242-image-a-8_1475483522362

SHARE