Hún varð ófrísk þegar hún var þá þegar ófrísk

Kate og Peter Hill höfðu lengi reynt að eignast barn, en í desember árið 2015 komu dætur þeirra tvær í heiminn. Kate greindist með PCOS árið 2006 og kom þá í ljós að hún var ekki að fá egglos sem skyldi.

Sjá einnig: PCOS – Fjölblöðrueggjastokka heilkenni: Leyndur sjúkdómur hjá mörgum konum

Hún ákvað að gangast undir frjósemismeðferð og varð ófrísk, ekki einu sinni, heldur tvisvar sinnum. Þetta fyrirbæri er afar sjaldgæft og eru aðeins 10 skráð atvik af slíkri meðgöngu skráð í heiminum. Þegar Kate var orðin ófrísk af einu barni, varð hún ófrísk aftur 10 dögum síðar. Það sem gerir tilfelli þeirra enn sérstakara, er að Kate og eiginmaður hennar stunduðu kynlíf aðeins einu sinni á þessu tímabili, sem þýðir að sæði hans lifði í heila 10 daga. Þar sem líkami Kate sleppti öðru eggi lausu nokkrum dögum síðar, hitti það sæðisfrumuna og úr var annað barn.

Meðgangan þeirra byrjaði þó með því að Kate varð ófrísk af tvíburum, en því miður dó annar þeirra snemma á meðgöngunni. Ef það barn hefði lifað, ættu þau Kate og Peter þríbura í dag.

 

3A5A0B9A00000578-3933284-image-m-37_1479097277092

3A5A0D5900000578-3933284-image-m-46_1479097498664

3A59A78200000578-3933284-image-a-39_1479097306473

3A59A81400000578-3933284-image-m-38_1479097293828

3A59A95100000578-3933284-image-a-50_1479097562642

3A59AA3800000578-3933284-image-a-42_1479097376228

3A59AE0600000578-3933284-image-a-47_1479097535301

3A59AF2600000578-3933284-image-a-41_1479097345519

3A59B1AA00000578-3933284-image-a-48_1479097550326

3A59B10E00000578-3933284-image-a-40_1479097331055

3A59B04100000578-3933284-image-a-49_1479097555325

SHARE