Góð hárgreiðslukona er gulls ígildi. Er það ekki? Hún komst allavega að því hún Lucy Burrows (22), að það er ekki alveg sama hver fær að skerða hárið á manni. Hún segir að sjálfstraust hennar hafi tekið mikla dýfu eftir að hún fór í seinustu klippingu.
Lucy var með þykkt og mikið hár og langaði að breyta til. Hún pantaði sér tíma og ætlaði að láta raka undir eða gera það sem kallað er „undercut“. Hún fann þessa mynd hér fyrir ofan á netinu og fékk tíma á rakarastofu í heimabæ sínum Cheltenham. Lucy fékk uppgefið að þessi klipping myndi kosta hana 20 pund sem eru rúmar 3000 krónur. Þetta „undercut“ er langt frá því að vera eins og fyrirmyndin.
Lucy sagði: „Hárið á mér var gjöreyðilagt og eyðilagði alveg sjálfstraustið mitt. Ég gat ekki einu sinni mætt í vinnuna útaf þessu.“ Hárið var augljóslega rakað alltof hátt upp og ekkert sjáanlegt munstur í þessu.
Þegar Lucy fór til að kvarta vildi rakarastofan í fyrstu ekki taka neina ábyrgð á því sem hafði gerst. Á endandum endurgreiddu þeir henni þó en Lucy segir það ekki hafa hjálpað henni mikið. „Ég er ennþá með þunnt hár og get ekki tekið það upp.“
Heimildir: gosocial.co/
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.