
Hundar Joe Biden´s nýkjörinn forseta Bandaríkjanna eru opinberlega búnir að koma sér fyrir í Hvíta húsinu þar sem Biden verður til heimilis allavegna næstu fjögur árin. Rakkarnir Champ og Major komu inná nýja heimilið sitt í fyrsta skipti síðastliðinn sunnudag þann 24. janúar þrátt fyrir að Biden hafi tekið við forsetaembættinu fjórum dögum áður. En hvernig stendur á því að hundarnir fengu ekki að koma fyrr?

Nú samkvæmt Michael LaRosa, fjölmiðlafulltrúi Jill Baden forsetafrúarinnar, vildi Jill hafa allt tilbúið fyrir hundana áður en þeir kæmi inná nýja heimilið svo þeir myndu ekki finna fyrir rugling og óöryggi.


Blaðamaðurinn og skemmtikrafturinn Mike Sington er himinlifandi yfir því að það séu komnir hundar í Hvíta húsið.
” Ég, ásamt flestum Bandaríkjamönnum elska það að forsetinn og forsetafrúin sé komin með hunda í Hvíta húsið. Líklegast er það vegna þess að það þótti alltaf skrítið að hafa engin gæludýr í Hvíta húsinu þegar Donald Trump var forseti. Manni finnst það í raun vera skortur af samúð af hálfu þeirra hjóna að hafa ekki dýr þar sem það hefur ríkt mikil hefð fyrir því að hafa gæludýr í Hvíta húsinu hjá forsetafjölskyldum langt aftur í tímann”.


” Það er ákveðin yfirlýsing hjá Biden að taka hundana með sér í Hvíta húsið. Hann er í raun að segja þjóðinn að allt er orðið eðlilegt aftur. Við erum bara venjulega, ástrík fjölskylda sem elskar hunda. Það er mikil breyting frá forverum þeirra.

Þess má líka geta að Major er fyrsti hundurinn sem býr í Hvíta húsinu sem áður bjó í hundaathvarfi. En þaðan fengu Biden hjónin hann. Það eitt og sér eru áðdáunarverð skilaboð til bandarísku þjóðarinnar.

.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.