Í rólegu og rótgrónu hverfi í Kópavogi er þetta fallega 165,2 fm einbýlishús á einni hæð.
Forstofan er flísalögð og stofan og borðstofan er parketlögð og stórgott útsýni er úr stofunni.
Í eldhúsinu er ljós, upprunaleg innrétting og plastparketi á gólfi og þvottahúsið er innaf eldhúsi og þar er hurð út í bakgarðinn.
Á baðherberginu eru dökkar flísar á gólfi ljósar á veggjum og sturta.
Þrjú af svefnherbergjunum eru með parketi á gólfi og eitt af þeim með flísum. Skrifstofa er með parketi á gólfi.
Húsinu fylgir lítill bílskúr sem innréttaður hefur verið sem studioíbúð sem var í útleigu þar til nýlega.
Smellið á fyrstu myndina til að skoða myndasafnið:
Allar upplýsingar veitir Stefán Páll í síma 781-5151 eða í gegn um netfang stefan@fastborg.is
Tengdar greinar:
Krúttleg lítil íbúð í miðborginni
230 fm íbúð á tveimur hæðum í Kópavogi
Þakíbúð á Laugaveginum
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.