
Það er hús til sölu í San Antonio og það sem gerir þetta hús alveg einstakt er neðanjarðarhellirinn sem fylgir með.

Húsið er 250 fm og 4 svefnherbergi eru í húsinu og eins og oft er í Ameríku, eru mörg baðherbergi en þau eru þrjú talsins.


Húsið kostar rúmar 120 milljónir en inni í því verði er auðvitað þessi stóri hellir undir eigninni.



Hér er svo myndband sem var tekið inni í hellinum:

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.