Hver hefði getað ímyndað sér hversu fjölþætt dömubindi eða innlegg eru? Þau geta nýst þér á svo margan máta fyrir utan þau hefðbundnu not sem þau eru ætluð fyrir.
Sjá einnig: Þær prófuðu að klæðast í sérstökum túrnærbuxum
Hér eru nokkur stórsniðug ráð til að nota innleggin í allt annað en þau voru upprunalega fundin upp fyrir og gætu þau jafnvel komið að ótrúlega góðum notum.
Spreyjaðu góðum ilmi á innileggið og settu það ofan í skúffu með fötunum þínum
Þrífðu skjáinn á símanum þínum. Settu smá vatn á innleggið og gerðu skjáinn skínandi hreinan.
Sjá einnig: Ó elsku menn: Dömubindi og túrtappar með augum karlmanna
Áttu ekki andlitsþurrku? Bleyttu innleggið og þrífðu andlit þitt.
Þú getur komið í veg fyrir að gólfið rispist vegna húsgagna með því að setja innlegg undir fæturna.
Eru skórnir þínir harðbotna? Stingdu innleggi í skóinn og þú getur dansað alla nóttina.
Búin með bómulinn? Bleyttu innleggið með naglalakkahreinsi.
Sjá einnig: Þessi pabbi fríkaði út við að kaupa þetta fyrir dóttur sína
Ef þú ert með barn á brjósti er alveg tilvalið að líma innlegg innan í gjafahaldarann.
Ef vírinn er farinn að stingast út úr brjóstahaldaranum eða hann meiðir þig með núningi, er snilld að bjarga sér með því að líma innlegg yfir.
Verndaður sólgleraugun þín með því að setja innlegg inn í hulstrið.
Áttu það til að svitna? Límdu innlegg inn í fötin þín þar sem þú verður mest vör við svitann.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.