Húsráð: Komdu í veg fyrir að glingrið þitt verði grænt

Við könnumst sennilega allar við að hafa á einhverjum tímapunkti verið með græna fingur. Jafnvel græna eyrnasnepla. Ekki eftir garðyrkjustörf, nei. Heldur eftir allskonar glingur. Sem bæði litar húðina og tekur svo á sig grænan lit smátt og smátt. Og verður óþolandi og ónothæft. Hvernig má koma í veg fyrir að það gerist?

Sjá einnig: 27 leiðir til að nota matarsóda

Glært naglalakk! Smyrjum einni umferð á skartið – voilá, það heldur sjarmanum talsvert lengur. Engir grænir fingur eða sneplar.

https://www.youtube.com/watch?v=rGLEf8Kn3J8&ps=docs

Sjá einnig: Húsráð: Það má nota tannkrem á ýmsa vegu – sjáðu bara!

SHARE