Húsráð: Láttu buxurnar halda sínu lagi

Hver hefur ekki lent í því að kaupa svartar, þröngar buxur sem passa fullkomlega, bæði þegar þær eru mátaðar og við fyrstu notkun? En svo aflagast þær mjög fljótt, sérstaklega á álagssvæðum eins og hnjám og rassi. Víkka út og hætta að vera jafn klæðilegar og í fyrstu.

 

Sjá einnig: Húsráð: Svona festist maturinn ekki á grillinu

Þetta er alveg einstaklega hvimleitt vandamál og þá virðist engu skipta hvort buxurnar eru dýrar og vandaðar eða ódýrar.

Sjá einnig: Húsráð: Auðveldasta leið í heimi til að skræla kiwi

 

Til þess að komast hjá þessu vandamáli er mikilvægt að kunna að lesa á miðana á fötunum áður en þau eru keypt. Samsetningin á efninu sem fötin eru gerð úr þarf nefnilega að vera rétt. Til að buxur haldi lagi sínu vel þarf efnið að innihalda að minnsta kosti 2 prósent lycra.

 

Birtist fyrst í amk, nýju fylgiblaði Fréttatímans

SHARE