Húsráð: Það er hægt að nota þessa í ýmislegt

Það kannast allir við að fá svona poka með vörum sem maður verslar. Oft í skókössum, ílátum og fleira.

Færri vita þó að er hægt að nota þetta í allskonar öðrum tilgangi. Athugaðu samt að ef þú ætlar að geyma þá, skaltu hafa þá í boxi þar sem börn ná ekki til.

Hér eru nokkrar leiðir til að nota Silica pokana:

  • Þessir pokar eru oft í vítamínboxum og það er mælt með því að hafa þá í boxinu þangað til að vítamínin klárast. Svo geturðu haldið áfram að nota pokann eftir það.
  • Haltu þurrmat og gæludýrafóðri fersku og stökku með því að setja einn svona pakka innan í ílátið sem maturinn er í.
  • Settu nokkra svona poka þar sem þú þurrkar þvottinn þinn og inn í skápa ef þig grunar að nokkur raki sé eftir í þvottinum.
  • Þú getur þurrkað blauta skó hraðar með því að setja nokkra svona poka ofan í þá.
  • Ef það er raki í gluggum hjá þér er sniðugt að nota pokana. Þú getur límt þá innan á gluggarammann, en vertu viss um að litlar hendur nái ekki í þá.
  • Ef síminn þinn blotnar er sniðugt að setja símann í lítinn poka með Silica pokum og leyfa því að vera yfir nótt að minnsta kosti.
  • Þú getur varið mikilvæg skjöl, gamlar dagbækur, einkunnarspjöld og ljósmyndir með því að setja svona í kassann eða skápinn sem þú geymir gögnin í. 
  • Geymdu Silica poka með verkfærunum þínum svo þau ryðgi síður.
  • Sniðugt er að hafa svona poka í lyfjaskápnum þínum til að lyfin endist betur.
  • Ef þú setur nokkra svona poka innan í fram rúðuna á bílnum þínum minnkar það móðuna sem á það til að myndast inni í bílnum.
  • Ef þú ert að fara heim frá útlöndum og nærð ekki að þurrka sundfötin fyrir brottför er sniðugt að setja þau í plastpoka með nokkrum svona pokum.

Sjá einnig:

SHARE