Krabbinn
21. júní – 22. júlí
Þú lætur eins og þú sért hörkutól en ert í raun mjög viðkvæm/ur. Þetta verður til þess að þú átt það til að missa stjórn á þér við það sem sýnist vera lítið mál eða smá athugasemd.
Reiðin þín er oft stjórnlaus, hvort sem þú ert að garga eða kasta hlutum eða að safna upp vandamálum án þess að tala um þau. Viðurkenndu það að fólk særir þig. Það mun hjálpa þér.