Hvað borðar fólk úti í heimi – Myndir

Viahondjera Musutua, kona úr ættbálknum Himba (1.500 hitaeiningar)

Fréttaljósmyndarinn Peter Menzel og rithöfundurinn Faith D’Aluisio sameinuðu krafta sína í bók sem heitir What I Eat: Around The World In 80 Diets. Bókin sýnir myndir af fæðu fólks á einum degi hvaðan af í heiminum, allt frá súmóglímukappa til starfsmanns kolanámu.
Peter og Faith eru hjón en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þau vinna saman að bók því þau hafa einnig gefið út bók um fæðu fjölskyldu yfir eina viku. Bókin heitir Hungry Planet og hefur sú bók unnið til verðlauna.

Nýja bókin fjallar um fjölda hitaeininga hver og einn innbyrgðir á hverjum degi. Bókin á að hjálpa fólki að skilja betur mataræði sitt og sína eigin líffræði, hvernig þeirra líkami virkar.

SHARE