Hvað ef við sýndum slösuðum og geðsjúkum sömu framkomu?

Það er ekkert leyndarmál að almenn viðhorf til geðsjúkdóma hafa löngum verið sveipuð fordómum og fáfræði. Þannig hafa bandarískar rannsóknir m.a. leitt í ljós að einungis 25% einstaklinga þar í landi, sem glíma við geðraskanir segjast mæta skilningi og samhygð í þeirra garð. Sem svo aftur er skammarlega lágt hlutfall ef haft er í huga að u.þ.b. að geðraskanir eru áþreifanleg heilbrigðisvá, raunverulegir sjúkdómar og oft erfiðir viðureignar, en þunglyndi og kviði flokkast sem geðraskanir.

Sérfræðingar segja vandann liggja í þeirri gagnrýni sem fólk með geðraskanir má sitja undir grundvallist á skort á samkennd og þekkingu á vandanum. Þrátt fyrir aukna fræðslu og upplýst samfélag eiga margir enn í mestum vanda með að skilja að það eitt að greinast með geðröskun er ekki einstaklingsbundið val. Geðraskanir eru raunverulegir sjúkomar – rétt eins og þegar um illvíga flensu er að ræða, sykursýki, matareitrun eða krabbamein, í alvarlegustu tilfellum.

Í þeirri von að varpa fremri ljósi á þá fordóma sem fólk með geðraskanir glímir oft við í sínu daglega lífi og það skilningleysi sem umhverfið gjarna sýnir þeim sömu, hannaði listamaðurinn sem kallar sig Robot Hugs skrýtluseríu sem sýnir hvaða mynd daglegt líf tæki á sig ef við sýndum þeim sem glíma við líkamleg veikindi sömu framkomu og þeim sem glíma við andleg veikindi.

Umhugsunarvert í meira lagi:

o-ROBOT-HUGS-570

SHARE