Hefur þú einhvern tímann pantað þér kaffi á Starbucks? Gefið upp nafn við borðið, fengið bollann í hendur og …. velt því fyrir þér hvort starfsfólk kaffihússins kunni yfir höfuð að lesa? Sé jafnvel heyrnarskert? Geti ekki stafsett rétt?
AF HVERJU klúðra þeir þessu alltaf hjá Starbucks? Nöfnum viðskiptavina?
Loksins. Loksins hefur hugdjarfur stigið fram og svipt hulunni af spurningu allra tíma: AF HVERJU geta starfsmenn Starbucks aldrei stafsett nöfn viðskiptavina rétt?
Svarið er að finna í myndbandinu hér að neðan og í sannleika sagt er ástæðan ógeðslega fyndin:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.