Hvað gerist við astmakast?
- Slímhimnan í lungnaberkjunum bólgnar
- Samdráttur verður í berkjum – litlu hringlaga vöðvarnir sem eru í berkjunum dragast saman (krampakenndur samdráttur – spasmi)
- Þetta ástand leiðir til aukinnar slímmyndunar og framkallar öndunarerfiðleika hjá barninu. Þá heyrast oft pípandi eða hvæsandi öndunarhljóð.
Hvaða einkenni geta bent til barnaastma?
Yngri börn (0-3 ára):
- títt og langvarandi kvef
- pípandi/hvæsandi öndun
- þrálátur hósti, þá án kvefs
- barnið dafnar ekki vel.
Eldri börn (3-15 ára):
- Pípandi/hvæsandi öndun
- Þrálátur hósti
- Vakna á nóttunni eða á morgnana með hósta
- Áhugaleysi (t.d. ef barnið vill skyndilega hætta íþróttaiðkun)
Sjá einnig: Sótthiti barna: Hvenær er hætta á ferðum?
Hversu algengur er sjúkdómurinn hjá börnum?
- Barnaastmi er algengur sjúkdómur
- U.þ.b. 1-2% barna fá astma áður en þau vaxa úr grasi.
- U.þ.b. 25% barna fá einhvern tímann svipuð einkenni og lýst er meðð barnaastma, án þess þó að vera með astma.
Hvað veldur astma hjá börnum?
- Astmi hjá börnum er oft af völdum ofnæmis
- Frjókorn (t.d. birki eða gras)
- Dýrahár (t.d. hunda- eða kattarhár)
- Ýmsar fæðutegundir (mjólk, egg)
- Sveppir
- Framtíðarhorfur
- Í flestum tilfellum eldist sjúkdómurinn af barninu
- Þumalfingursreglan: því vægari sem sjúkdómurinn er, því meiri líkur eru á því að astminn hverfi.
- Hvað ber börnum með astma að varast?
- Það sem barnið hefur þekkt ofnæmi fyrir.
- Tóbaksreyk.
- Kvefpestir.
- Mengunarvalda og ryk ýmisskonar.
- Áreynslu/íþróttaæfingar (ATH. bannið barninu ekki að stunda íþróttir, hægt er að ráða bót á þessu með lyfjum).
- Hvenær á að leita læknishjálpar?
- Ef grunur leikur á að barnið sé með astma.
- Ef barnið er með öndunarerfiðleika.
- Ef barnið skiptir um húðlit, einkum ef það blánar í kringum varir.
- Ef vart verður við öndunarþreytu (barnið andar grunnt og hratt).
- Ef astmakastið er mun verra en venjulega
- Ef lyfin gera ekki tilætlað gagn.
- Hvernig greinir læknirinn barnaastma?
- Greiningin byggist á lýsingu foreldra og barnsins á sjúkdómseinkennunum.
- Starfsemi lungnanna er mæld með öndunarprófi.
- Meðferðin er árangursrík.
- Af hverju er lyfjameðferð nauðsynleg?
Sjá einnig: Blóðnasir barna – hvað er til ráða?
Oft er nauðsynlegt og gott að gefa börnum með astma lyf vegna:
- lyfin slá á einkennin og börnin að þau geta tekið þátt í leik og starfi eins og önnur börn
- lyfin draga úr viðbrögðum líkamans gegn ofnæmisvaldinum sem framkallar kastið.
- Eykur að öllum líkindum líkurnar á því að astminn eldist af barninu og því batni.
- lyfin minnka skaðann sem astmi veldur á lungun og lungnastarfsemi – lungun þroskast eðlilega.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.