Beinhimnubólga (e: periostitis tibia, medilat tibiasyndrom, shin splints) er algengur álagsaáverki hjá hlaupurum og er tíðnin óháð kyni og aldri. Flestir hafa orðið fyrir meiðslunum einhvertíma á hlaupaferlinum og eru batahorfur góðar ef fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferð er beitt tímanlega.
Verkurinn við beinhimnubólgu eru staðsettur innanvert á sköflung u.þ.b. 10 til 20 sm fyrir ofan ökklaliðinn. Í fyrstu koma óþægindin eftir æfingar en verða síðan meira viðvarandi.
Aftari vöðvi sköflungsins (musculus tibialis posterior) endar í sin sem liggur innanvert um ökklaliðinn og undir fótinn þar sem sinin dreifir sér í smærri greinar sem festast undir millifótabeinin. Vöðvinn er mikilvægur til að mótverka innhalla á fæti (pronation). Við innhalla eykst álagið á vöðvanum og hætta á bólgu við beinhimnuna.
Sjá einnig: Hvað er lífhimnubólgu?
Meiðslin eru algengust á vorin þegar æfingaálag er aukið. Hlaup á hörðu undirlagi, hallandi braut og skór með lélega dempun/-stuðning er algengur orsakaþáttur, en of mjúkt undirlag (sandur, gras) getur aukið á innhalla og orsakað meiðslin.
Til að fyrirbyggja meiðslin er því mikilvægt að huga vel að skóm, hugsanlegu innhallavandamáli, hita vel upp fyrir átök, taka mark á verkjaaðvörunum og draga þá úr æfingamagninu.
Teygjur á aumum og stuttum vöðvanum eru mikilvægar og draga má úr bólgunni með ískælingu (a.m.k. 20 mín. í einu 2 til 3svar á dag) eða með bólgueyðandi lyfjum.
Í flestum tilvikum eru batahorfur góðar ef tekið er á vandanum í upphafi með festu en ef einkenni eru slæm eða hverfa ekki þrátt fyrir meðferð er rétt ad taka röntgenmynd af sköflungnum til að útiloka hugsanlega álagssprungu/brot í beininu.
Fleiri heilsutengdar greinar eru á