Hvað er blóðleysi vegna skorts á B12 vítamíni?

Blóðleysi er af völdum skorts á rauðum blóðkornum. Hlutverk þeirra er að taka upp súrefni í lungunum og skila því til frumna líkamans. B12 er nauðsynlegt til framleiðslu rauðu blóðkornanna sem og í taugakerfinu en B12 skortur getur leitt til óþæginda frá taugafrumum m.a. í formi taugabólgu og vitglapa (andlegrar hnignunar – dementia). Skortur á B12 verður yfirleitt vegna þess að líkaminn getur ekki unnið B12 úr fæðunni eða vegna skorts á B12 í fæðunni. Hægt er að bæta upp skortinn með B12 sprautum annan til þriðja hvern mánuð. Þetta er algengast hjá rosknu fólki.

Sjá einnig: Ofgnótt vítamína – Hver eru einkenni vítamíneitrunar?

Orsakir B12 vítamínskorts

  • Skortur á efninu „Intrinsic Factor„, sem er framleitt í maganum, er algengasta orsök skorts á B12. Hlutverk efnisins er að flytja B12 úr fæðunni og inn í blóðrásina. Orsakir skorts á Intrinsic Factor eru:
  • Myndun mótefna gegn þeim frumum sem framleiða Intrinsic Factor. Þessar frumur deyja og með tíð og tíma þróast B12 skortur og blóðleysi vegna þess sem nefnist blóðhvarf (pernicious anemia).
  • Magasár og magakrabbamein geta tekið svo mikið pláss í maganum að fjöldi frumna sem framleiða B12 verður of lítill.
  • Sjúkdómar í smágirni og fylgikvillar skurðaðgerða á smágirni geta leitt til þess að innra yfirborð garnanna verður of lítið til að nægilegt magn B12 intrinsic faktor frásogist.
  • Rangt mataræði þar sem lítið er um fisk, kjöt og mjólk.
  • Aukin þörf, t.d. vegna þungunar eða vegna mikils blóðtaps.

Hver eru einkennin?

  • Fyrstu einkennin eru þreyta, ör hjartsláttur, andþyngsli og svimi.
  • Ef blóðleysið er mjög mikið getur fólk fundið fyrir hjartakveisu, höfuðverk og verkjum í fótum við gang vegna lélegs blóðflæðis (heltiköst – claudicatio intermittens).
  • Þar að auki eru mörg einkenni sem benda til skorts á B12: rauð, ert og jafnvel slétt tunga, minnkað bragðskyn, meltingarörðugleikar, vindgangur og breyttar hægðavenjur, jafnvel með niðurgangi.
  • Skortur á B12 kemur einnig niður á taugafrumunum sem hefur áhrif á húðskyn og minnkar titringsskynið (sem maður prófar með tónkvísl). Þegar á líður koma fram gang- og samhæfingartruflanir ásamt stjarfalömun (Spastic paralysis).
  • Einkennin geta einnig verið andleg svo sem minnisleysi, þunglyndi og vitglöp (Dementia).
  • Hjá sumum einstaklingum geta fyrstu einkenni verið frá taugakerfinu.

Hvað er hægt að gera til að forðast skort á B12?

  • Hafa mataræði fjölbreytt.
  • Vera á varðbergi ef aðrir fjölskyldumeðlimir þjást af blóðhvarfi eða eftir skurðaðgerð á maga eða smágirni.

Hvernig greinir læknirinn vítamínskort á B12 og blóðleysi?

  • Fyrst gengur hann úr skugga um hvort um blóðleysi sé að ræða.
  • Með blóprufusvarinu fylgir lýsing á útliti rauðu blóðkornanna sem undir þessum kringumstæðum eru óeðlilega stór en eðlilegur á litinn.
  • Með blóðsýninu er hægt að mæla hvort B12 magn hafi minnkað.
  • Þar næst er orsök blóðleysisins fundin og athugað hvort um blóðhvarf sé að ræða eða hvort orsök skortsins sé af öðrum toga. Til að ganga úr skugga um þetta er gerð rannsókn á sjúkrahúsi svokallað Schillings-próf. Meðferðin byggist á niðurstöðum prófsins en yfirleitt er nauðsynlegt að gefa B12.

Batahorfur

  • Án meðferðar leiðir sjúkdómurinn til dauða.
  • Lækning fæst með því að uppræta orsökina eða bæta upp vítamínskortinn með sprautum. Ef byrjað er of seint á meðferð er hætta á skemmdum á taugakerfi.
  • Auknar líkur eru á magakrabbameini hjá sjúklingum með blóðhvörf (pernicious anemia)

Hvað er til ráða?

  • Fjölbreytt fæði.
  • Fylgjast með einkennum og leita læknishjálpar verði þeirra vart.

Hvað getur læknirinn gert?

  • Hann skoðar sjúklinginn og gerir þær rannsóknir sem með þarf og síðan tekur meðferð við.
  • Hann gefur sjúklingi B12 vítamínsprautur.
SHARE