Hvað er bólguhamlandi fæða? en bólguhvetjandi?

Bóguhamlandi fæða er í grunninn hollur, nærandi og óunninn matur.

Bólguhamlandi olíur eru meginatriði í þessu mataræði.  matur sem er auðugur af omega-3 fitysýrum svo sem villtur lax, sardínur, síld, hörfræ og valhnetur. Auk þess eru aðrar bólguhamlandi olíur í olívuolíu, avokadó olíu, olíu úr hampfræjum,  hörfæja olíu og valhnetuolíu.

Ávextir og grænmeti er auðugt af andoxunarefnum sem draga úr bólgum.  Það er mjög mikilvægt að neyta daglega ávexta og grænmetis, sérstaklega lauka, hvítlauks, papriku og dökkgrænna blaða. Þau eru  mjög auðug af K og E vítamíni sem eru bólguhamlandi.

Í kryddjurtum eru bólgueyðandi efni. Í túrmerik, oreganó, rósmarín, engifer og grænu tei eru efni sem eru bólguhamlandi.  Pipar af öllum gerðum (þar með talinn cayen pipar) er mjög öflugur í baráttunni við bólgur og Lamphere fullyrðir að því sterkari sem piparinn er þeim mun betur hamli hann bólgum.

Veldu holl prótein sem eru bólguhamlandi. Það er mikill munur á fitunni í dýrum sem eru alin á korni og þeim sem eru alin á grasi. Dýrin sem eru alin á grasi eru manninum mun hollari en hin. Á sama hátt segir Lamphere egg úr hænum sem ganga úti og kroppa þar mun hollari en verksmiðju framleidd egg. Það þarf að huga að mörgu þegar maður velur sér mat. 

Hvaða fæðutegundir eru bólguhvetjandi? 

Venjulegt amerískt mataræði er í heild bólguhvetjandi.

Óholl fita getur valdið bólgum. Vesturlandabúar borða margir mikið af unnum mat og skyndibitum með mikilli  omega-6 fitu og ekki nægilegri omega-3 fitu. Þetta er talið geta valdið bókum.

Omega-6 fita er í maís-, sólblóma-, jarðhnetu- og sojabaunaolíum.   Þær eru bólguhvetjandi af því þær hafa umbreyst í efni, einskonar hormón sem ýtir undir að bólgur myndist.

Unnin sterkja er bólguhvetjandi.  Unnið hveiti, sykur og önnur efni með háum sykurgildum eru mjög bólguhvetjandi. Neysla þessara efna geta aukiða insúlín framleiðslu líkmans og aukið blóðsykurinn sem eru kjöraðstæður fyrir bólgumyndun.

Matarofnæmi eða óþol getur haft áhrif á bólgur.  Margir þola illa próteinin í hveiti og mjólk sem getur komið af stað bólgum sem byrja í meltingarveginum en geta breiðst út um líkamann.

 Tillögur um bólguhamlandi mataræði 

Það getur verið gott fyrir fólk  sem á við bólguvandamál að stríða að taka upp bólguhamlandi mataræði og í raun  líka þeir sem eru fullhraustir og eru að spá í hollan mat. Hér koma nokkrar tillögur um bólguhamlandi mat.

Dragðu úr neyslu á óhollri fitu. Hættu alveg að borða mat með mikilli  omega-6 fitu  (sjá upptalningu ofar í greininni). Þar má bæta við smjörlíki og öllum djúpsteiktum mat.     

 

Auktu neyslu á ómettaðri fitu.  Notaðu meira af ólívuolíu og  omega-3 olíu sem er í feitum fiski, lýsi, valhnetum og valhnetuolíu, hörfræði og olíu úr hörfræjum og fræjum úr hampi og hampolíu. 

 

Slepptu óhollu sterkjunni Slepptu alveg unnu hveiti, sykri og öðru sem hefur hátt sykurgildi.

4

Borðaðu mikið af ávöxtum og grænmeti  Það er best að velja það sem er auðugt af andoxunarefnum eins og bláber, jarðarber og dökk blöð sem eru öflug í baráttunni við bólgur.  

Borðaðu vel af ferskum kryddjurtum og kryddi sem er bógluhamlandi  Hikaðu ekki við að nota engifer, túrmerik, cayenne pipar, hvítlauk og lauka í matinn. 

6

Slepptu mat sem þú finnur að þú þolir illa   Forðastu mat sem þú þolir illa eða þú hefur beinlínis ofnæmi fyrir. Ef þú ert ekki viss hvaða matur fer illa í þig getur þú komist að því með markvissri athugun.  

 

Reyndu að draga úr streitunni  Þó að hún sé í sjálfu sér ekki tengd fæðunni getur minnkandi streita hjálpað til við að draga úr bólgum. Vel getur líka verið að þegar þú ferð að borða bólguhamlandi  mat fari þér að líða betur og þá gengur þér líka betur að takast á við það sem daglega veldur  streitu. 

Maturinn sem við borðum getur haft áhrif á líðan okkar, sérstaklega ef við erum illa haldin af bólgum. Reyndu bólguhamlandi mataræði. Þú hefur engu að tapa en ef til vill mun heilsa og líðan batna.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here