Hvað er fjörfiskur?

Fjörfiskur eru ósjálfráðir vöðvakippir í augnloki,oftast efra loki. Þessir kippir geta varað frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga

Orsakir

Ástæður fjörfisks eru ekki þekktar en vitað er um nokkra þætti sem geta útleyst þessa vöðvakrampa.

  • Áfengi
  • Mikil birta
  • Koffein
  • Reykingar
  • Vindur í augu
  • Erting í auga eða innan í augnlok
  • Mikið álag eða þreyta

Þegar augnlok loka alveg fyrir augað er það oftast vegna áreitis eða skemmda á hornhimnu eða innan á augnloki.

Ýmsir augnsjúkdómar geta líka valdið fjörfisk en fjörfiskur er sjaldan merki um alvarlega sjúkdóma.

Meðferð.

Fjörfiskur hverfur yfirleitt af sjálfu sér á nokkrum klukkutímum.  Ráð til að flýta fyrir bata eða koma í veg fyrir fjörfisk eru

  • Hvíld,svefn
  • Draga úr koffeinneyslu
  • Nota augn/rakadropa

 

Hvenær á að leita til læknis?

  • Ef fjörfiskur hverfur ekki innan viku
  • Ef augnlokið lokar alveg auganu
  • Ef samdrátturinn kemur fram annars staðar í andlitinu
  • Ef augað er bólgið,rautt eða vessar úr því.
  • Ef efra augnlok hangir eða sígur niður

 

Heimildir

http://www.mayoclinic.org/

https://www.nlm.nih.gov

Höfundur greinar:

Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Allar færslur höfundar

 

 

Fleiri heilsutengdar greinar má finna á doktor.is logo

SHARE