Hvað er gott ástarsamband? nokkur atriði.

Þegar við byrjum í nýju sambandi veltum við því oft fyrir okkur hvernig sambandið mun þróast, munum við eiga gott samband við elskhuga okkar eða mun það þróast þannig að við munum hafa óbeit á hvort öðru? Góð sambönd gerast ekki bara sjálfkrafa, það þurfa að vera tveir aðilar sem virkilega einbeita sér að því að láta sambandið virka. Góð sambönd taka tíma,þolinmæði og vinnu og það vita líklega flestir sem átt hafa í ástarsambandi. Hvað er samt gott samband? hvað finnst þér vera gott samband er líklega betri spurning. Við erum líklega öll með væntingar til sambandsins, ég gæti verið með væntingar sem þér finnst asnalegar og öfugt, ég held að það sé mikilvægt að vera með raunverulegar væntingar og ekki búast við einhverju sem enginn manneskja getur uppfyllt.

Mér finnst líka mikilvægt að fólk fari ekki í samband með þá hugsun að þessi manneskja “láti þig verða hamingjusama/n” það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess að ein manneskja “láti” þér líða vel. Til að geta verið í góðu og heilbrigðu sambandi held ég að manni þurfi fyrst og fremst að líða vel með sjálfum sér, áður en maður getur farið að vera með öðrum. Hér eru nokkrir punktar sem einkenna gott samband sem gott gæti verið að hafa bakvið eyrað.

1. Þér líður vel með maka þínum
Í góðu sambandi líður báðum aðilum vel með maka sínum. Margir byrja að leita út fyrir sambandið strax eftir að hveitibrauðsdagarnir eru á enda, þá virðist fólk oft halda að grasið sé grænna hinum megin, í góðu sambandi vita báðir aðilar að þeir eru eftirsóknarverðir og aðlaðandi en vita að maki þeirra er það líka og að þeir eru fullkomnir fyrir hvort annað. Þú ert afslappaður með maka þínum og líður ekki eins og þú þurfir að þykjast vera einhver sem þú ert ekki – þú getur verið þú sjálf/ur

2. Þegar/ef þið rífist gerið þið það á uppbyggjandi hátt.
Það koma upp aðstæður í öllum samböndum þar sem fólk er ekki sammála um eitthvað eða það er eitthvað sem annar aðilinn er ekki sáttur við. Það er hollt að ræða málin og gera það á uppbyggjandi hátt,  þannig að það hjálpi makanum að skilja hvað vandamálið er og hvað hægt sé að gera til að laga það. Maður lærir af mistökunum, en maður lærir ekki nema málin séu rædd. Ef maður ræðir aldrei málin enda þau alltaf illa & með leiðindum.

3. Þið berið virðingu fyrir hvort öðru og sambandinu 
Virðing er líklega eitt það mikilvægasta í ástarsambandi, bæði að þið berið virðingu fyrir hvort öðru en einnig sambandinu. Maður verður að bera virðingu fyrir sambandi sínu, mér finnst oft gott að hugsa “ef ég myndi ekki vilja að hann gerði það geri ég það ekki” goes both ways!
Ást er oftast ekki nóg til að halda ástarsambandi í lagi, í daglegu lífi okkar þurfum við að taka ýmsar ákvarðanir, tekur þú allar ákvarðanir í sambandinu þínu eða gerir maki þinn það? í góðu sambandi ber maður ákvarðanir sínar undir makann og kemst að sameiginlegri niðurstöðu, það er akkurat líka það sem virðingin snýst um, við virðum skoðanir maka okkar.

4.Þú elskar maka þinn skilyrðislaust
Eins væmið og það hljómar líður manni oftast líka illa þegar maka manns líður illa, við viljum að maka okkar líði vel & hver hefur ekki lagt sig allan fram við að gleðja maka sinn? þrátt fyrir að þú þurfir að fórna einhverju fyrir sjálfa/n þig. Í góðu sambandi leggjum við okkur bæði fram í því að gleðja maka okkar. Það þarf ekki einu sinni að vera neitt stórt, getur þessvegna verið einn sætur miði sem við skiljum eftir áður en við hlaupum út úr húsi. Við elskum maka okkar á erfiðum tímum líka, þó maka okkar gangi illa í einhverju elskum við hann samt.

5.Þið talið saman og lærið á hvort annað.
Það er alltaf mikilvægt að tala saman og eins og ég talaði um hér fyrir ofan er mikilvægt að læra á maka sinn, vita hverjar væntingar og langanir hans eru og ræða saman um allskonar hluti. Það er mikilvægt að maki manns styðji mann í því markmiði að láta drauma rætast og sé stuðningsaðili númer 1.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here