Hvað er hægt að gera til að auka sjálfstraustið? – 9 atriði

Það getur verið auðveldara en þú heldur að auka sjálftraustið. Hér eru nokkur góð ráð sem gætu stuðlað að betra sjálfstrausti:

Sittu bein/n
Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem ber sig rétt, situr með bakið beint en ekki hokið, hafi betra sjálfstraust.

7,9,13
Sálfræðingar hafa sagt að hjátrú og að trúa á gott karma og jafnvel eiga sér sína lukkuhluti, hvort sem það er hálsmen eða annað, hjálpi fólki við að framkvæma verkefni betur og líða betur.

Að kinka kolli
Þegar þú kinkar kolli þegar þú ert að hlusta á annað fólk er talið að trú þín á það sem þér finnst og þínar hugsanir, aukist. Þér finnst þínar skoðanir skipta máli.

Daður
Rannsóknir hafa margoft sýnt fram á það að daður auki sjálfstraust fólks. Nýleg rannsókn sýndi fram á að hlátur, bros og örlítil líkamleg snerting, til dæmis að klappa fólki á öxlina, getur hjálpað fólki að ganga frá góðum díl og þannig aukið sjálfstraust.

Hristu þig!
Viðskiptasérfræðingurinn Tony Robbins fer eftir ákveðinni rútínu og eins ótrúlegt og það hljómar, virkar hún. Hristu líkamann,  ruggaðu líkamanum fram og aftur og andaðu hratt inn og út. Hættu að hreyfa þig, hristu svo líkamann aftur. Klappaðu núna og öskraðu “Já” fimm sinnum og farðu út í daginn!

Pósaðu
Stattu í tvær mínútur í pósu þar sem fætur eru beinir, axlir breiðar, hendur á mjöðmum og þetta getur látið þér líða mun betur en að sitja með hendur krosslagðar!

Einbeittu þér að önduninni.
Þeir sem hafa kynnt sér jóga og Búddisma ættu að þekkja þetta. fókusaðu á öndunina í um 10 mínútur, daglega, andaðu djúpt og slakaðu á.

Fáðu þér kaffibolla
Enn önnur ástæða til að fá þér kaffibolla: 100 milligrömm af koffeini er talið auka meðvitund, orku og sjálfstraust.

Svitnaðu aðeins!
Það hefur löngu verið sannað að hreyfing hefur áhrif á líðan og skap fólks. En vissir þú að aðeins 20 mínútna hreyfing getur aukið einbeitingu næstu 12 klukkutímana?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here