Þeir sem til þekkja segja að erfitt sé að kenna gömlum hundi að sitja, en hvað er hægt að kenna litlum 12 vikna hvolpi á heilum fjórum dögum?
Þessi litli snillingur er French Bulldog og heitir Brody Brixton. Hann er yngri bróðir tíkarinnar Misu nokkurrar Minnies og hér má sjá hvað hvolpurinn hefur lært á fjórum dögum með jákvæðri skilyrðingu. Brody fagnaði 12 vikna afmælinu sínu þann 29 desember 2014 og fylgir fast í loppuför eldri systur sinnar, sem er Yorkie.
Á fjórum dögum hefur Brody lært að sitja, bíða, hlýða kalli, rétta fram loppuna og heilsa, snúa sér, skríða, hringja bjöllu og tekur stöðugum framförum á hverjum einasta degi. Sjálf er Misa meðferðarhundur og vonir standa til að Brody taki einnig við því hlutverki þegar hann eldist, en Brody á heimili í hinni sólríku Kaliforníu og elskar að leika sér meðan á þjálfun stendur:
Tengdar greinar:
Þetta er dýrasti hundur í heimi
Benni hundur elskar að rífa jólagjafapappírinn af gjöfunum
GoPro vél kemur upp um viðbrögð hunds
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.