Hvað er kynþokkafullt? Hvers vegna verður fólk ástfangið og hvers vegna heldur fólk framhjá maka sínum?
Í þessari fróðlegu heimildarmynd á vegum National Geographic er farið ofan í saumana á eðli ástar og þeirri tilgátu meðal annars varpað fram að við höfum mun minni vald á ástinni og lostanum en við kærum okkur um að viðurkenna.
Ástin getur verið tælandi, ávanabindandi, töfrum líkust, en í þessari heimildarmynd lærist okkur einnig hvers vegna karlmenn laðast að konum og hvort “fjölskyldufeður” eða “sjóðheit vöðvatröll” falla meir að viðmiðum okkar um náttúrulegt val á maka.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.