Hvað er maður lengi að keyra á Bíldudal? 10 tíma!

Þetta er of gott til að sleppa því að birta þennan umræðuþráð á sem fór fram á Bland.is  En þar er varpað fram spurningunni: „Keyra á Bíldudal“

Hefjum þráðinn hér með spurningunni góðu:

Hvað tekur langan tíma að keyra á Bíldudal frá Reykjavík? Einhver sagði mér að það tæki 10+ tíma, stenst það?

Svar:  Ekki nema þú sért að stoppa alls staðar í dágóðan tíma!

Spyrjandi: Hvað er þetta cirka langur tími með fáum og stuttum stoppum?

Svar: 5 tímar skv gúggli.

Annað svar: hmm  sko þetta eru 427 kílómetrar og ég segi rúmir 5 tímar

Spyrjandi:  Sá sem sagði mér að þetta væru 10+ tímar vildi meina að vegirnir á Vestfjörðunum væru svo slæmir að þetta tæki þetta langan tíma.

Einn svarar aftur: Hann er í Ruglinu RUGLINU   Það er hægt að taka Baldur og sleppa við akstur en ferðin tekur jafnlangan tíma. Getur svo sem smurt 30 mínútum ofan á til þess að vera góð við vin þinn.

Svar: Kannski í mjög vondri færð…. ekki á sumrin.

Spyrjandi: Ja ég er eiginlega farin að halda að hann hafi tekið einhvern aukahring!

Svo hrundu inn svör í þessari röð og athyglin farin að beinast eitthvað annað :

Nei þetta passar kannski ekki 10 enn ekki langt frá því fer eftir vegunum.

Já ég var 8 tima á Patró er ekki klukkutimi þaðan fyrir á Bíldudal glataðir vegir þú keyrir ekki eins og á Reykjanesbrautinni vestur.

Er hann að miða við vegina fyrir 20 árum?

Er ég kem heim á búðardal, bíður mín brúðarval,,,,  ops,, sennilega passar þetta ekki við bíldudal.

Spyrjandi: Ætli þar bíði mín bílaval?

Svar: Keyra á.. hvernig er hægt að keyra á heilt sveitarfélag?

Spyrjandi: Where there is a will, there is a way.

Svar: Ég sönglaði líka þetta lag þegar ég sá þennan þráð. Og þegar ég fór á vestfirði síðasta sumar þá söng ég þetta lag frá því að ég keyrði að búðardal og alla vestfirðina.  Mjöööög catchy lag.

EN HVAÐ ER ÞETTA LANGUR TÍMI Í AKSTRI? 

Svörin halda áfram að detta inn á þennan þráð:

5 og hálfur til 6 tímar.

Það fer eftir hvaða leið þú ætlar….Bíldudalur er svo afskekktur því hann er staðsettur á gjörsamlega mið vestfjörðum.  Sumir vegir á sunnan verðum vestfjörðum eru slæmir (þeim megin sem þú kæmir frá með Baldri) En ef þú færir í gegnum Búðardal-Súðarvík-Ísafjörð-Þingeyri leiðina þá ertu svona 6klst á Þingeyri allt á malbiki en síðan ca. 1.5klst á Bíldudal frá Þingeyri…Held að sú leið sé ekki öll á malbiki.  Það er mjög gaman að keyra þetta ef þú ert með ferðafélaga.

Svar: Gætir líka flogið með Ernir…Tekur 1klst

Spyrjandi: Tími því ekki alveg.

Svar: Það var mælt með því að þú færir um Búðardal /Súðavík /Ísafkjörð/Þingeyri til Bíldudals. Það er stórkostleg hugmynd – svona álíka og að aka um Egilsstaði ef þú værir að ferðast frá Rvk til Akureyrar. Ef þú ekur frá Reykjavík í Stykkishólm, tekur Baldur yfir á Brjánslæk og ekur þaðan um Patró til Bíldudals – sem er eðlilegasta leiðin – þá er varla sentimeter af þeirri leið á malarvegi. Ef þú ekur gegnum Búðardal og Bjarkalund vestur Gufudalssveit og í Flókalund þá ertu á malarvegi hluta leiðarinnar frá Bjarkalundi að Flókalundi – og sá hluti fer minnkandi. Taktu Baldur og gerðu ferðalagið einfalt……..

Nú fer að færast fjör í leikinn og fleiri svör.

Hérna kemur þriðji vinkilinn á þessa umræðu.  Ef ég væri hún/hann þá myndi ég fljúga þó það kosti smá pening…Afhverju?!? Jú það er rándýrt og seinfarið að taka Baldur yfir Breiðafjörðin…Ferðin tekur 3klst + seinkun þegar þú kemur á Brjánslæk. http://www.saeferdir.is/FerjanBaldur/Verdskra/

Ef ég ætti að flokka kostina þá væru þeir svona:

1. Fljúga

2. 9 klst road trip í gegnum Þingeyri

3. Bíll & bátur

Svar: Og þetta eru 385 km þannig að ég get ekki ímyndað mér að þú sért 10 tíma að keyra það.

Loksins fleiri svör: Hef oft keyrt frá Reykjavík til Patró og það eru 5 tímar og svo ertu 20 mín frá Patró yfir á Bíldudal 🙂 svo að þú er í ca 5 1/2 tíma.

Sumir notendur á bland eru ekki sammála: haha, öll þessi umræða er nú bara fyndin, ótrúlegt hvað fólk er tilbúið til að upplýsa fávisku sína og þykjast hafa vit á einhverju sem það þekkir augljóslega ekki. Stysta leið milli Bíldudals og Reykjavíkur er 384 km skv. Vegagerðinni. Tíminn sem það tekur að aka þessa leið með litlu/engu stoppi er í kringum 4,5 til 5 klst( fer eftir bílstjórum). Það er svo undir þeim sem er að ferðast komið hvað það bætist langur tími við í stoppum.

Það eru ennþá malarkaflar á þessari leið og það þarf að aka í gegnum svæði þar sem vegagerð er í gangi. Allir bílar komast þetta þó, hvort heldur er Yaris eða Landcruiser.

Stykkishólmur og Ferjan Baldur er fínn kostur fyrir þá sem það vilja.

Það er einfaldlega ekki mikið flóknara að keyra til suðurfjarða Vestfjarða en að keyra á Selfoss, bara örlítið lengra.   Og plís, það er ekki í nokkru tilfelli farið í gegnum Þingeyri eða Ísafjörð til Bíldudals þ.e. ef þú ætlar að fara beinustu leið.

Og svo er það síðasta og kannski besta svarið við spurningunni góðu sem var varpað fram, Keyra á Bíldudal:

vegvisir.is
SHARE