MS er langvinnur bólgusjúkdómur í miðtaugakerfinu, þ.e. heila og mænu, þar sem ónæmiskerfið ræðst á mýelín, efnið sem myndar slíður utan um taugasíma (taugaþræði) og ræður hraða og virkni taugaboða.
Afleiðingarnar felast í örum eða sárum á mýelínið (taugaskemmdir) sem hafa áhrif á leiðni taugaboða þannig að boð um til dæmis hreyfingu, tal eða hugsun truflast og ná illa eða ekki fram til tilætlaðra líkamshluta og einkenni sjúkdómsins koma fram.
Einkennin ganga að jafnaði til baka að hluta eða öllu leyti eftir nokkra daga eða vikur (MS-kast) en með tímanum geta einkennin orðið meira viðvarandi.
Sjá einnig: tenging-milli-vefjagigtar-og-afalla/
Örin (skemmdirnar) geta verið mörg og víðs vegar um miðtaugakerfið sem skýrir nafn sjúkdómsins, multiple sclerosis (MS) sem þýðir „mörg ör“.
MS er ekki smitandi. Þáttur erfða er lítill og sjúkdómurinn hefur ekki mikil áhrif á lífslíkur.
Upplýsingar af vef MS- félagsins
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!