Flestar húðgerðir brenna ef þær komast í snertingu við nægilegt magn af útfjólubláum geislum. Hins vegar brenna sumir mjög auðveldlega og til eru einstaklingar sem fá útbrot ef þeir komast í sól. Þetta gengur gjarnan undir nafninu sólarofnæmi. Til eru nokkrir undirflokkar en þeirra algengastur er Polymorphous Light Eruption (PMLE) eða sun poisoning.
Einkennin geta verið afar mismunandi en oftast er um að ræða bleik eða rauðleit útbrot með blöðrum, hreistri eða upphleyptum blettum á húðsvæðum sem sólin hefur náð að skína beint á. Kláði og brunatilfinning getur fylgt og útbrotin geta verið til staðar í nokkra daga.
Sjá einnig: 5 hlutir sem gott er að hafa í huga þegar kemur að sólarvörninni
Helstu áhættuþættir eru:
Sólarofnæmi er algengara hjá fólki af hvítum uppruna (caucasian)
Ýmis efni og efnasambönd og þá sérstaklega ilmefni og sótthreinsiefni geta framkallað ofnæmisútbrot ef sól skín beint á húð sem hefur komist í snertingu við slíkt.
Sum lyf geta valdið því að húð verði viðkvæmari fyrir sólarljósi og brenni frekar. Þetta eru t.d. súlfalyf, tetracyclin og einstaka tegundir verkjalyfja.
Aukin áhætta er á sólarofnæmi ef viðkomandi er með annan húðsjúkdóm.
Sólarofnæmi er algengara í sumum fjölskyldum og þvi talið að erfðir geti skipt máli.
Hvað er til ráða:
Forðist sólarljós. Sérstaklega þegar hún er sem hæst á lofti. Flestir fá betri líðan á einum til tveimur dögum.
Aðlagaðu húðina smám saman. Flestir fá útbrotin við það að vera skyndilega útsettir fyrir miklu sólarljósi.
Forðast lyf sem valda því að húðin verði viðkvæmari fyrir sól. Ávallt þarf þó að ráðfæra sig við lækni.
Notið rakakrem til að draga úr ertingu í húðinni. Notaðu föt sem verja vel gegn sólargeislum (þétt ofin) og sólgleraugu.
Notaðu vatnshelda sólarvörn sem inniheldur zink oxid og er með sólvarnarstuðulinn 30 eða hærri. Bera þarf sólvörnina á 20 mínútum áður en farið er út og svo þarf að bera aftur á sig á 2 klst. fresti og oftar ef farið er í sund eða viðkomandi svitnar mikið.
Væg tilfelli af sólarofnæmi lagast yfirleitt af sjálfu sér en við alvarlegri tilfellum getur þurft að nota sterakrem eða töflur.
Höfundur greinar:
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.