Hvernig ávextir og grænmeti fara að þessu er ekki alveg ljóst. Það er hins vegar vitað að þeir veita fáar hitaeiningar en aftur á móti mikið af vítamínum, steinefnum, trefjum og mörgum öðrum minna þekktum hollustuefnum. Það er ekki ólíklegt talið að þessi góðu áhrif stafi af samsetningu og samspili þessara efna frekar en einstökum efnum. Þess vegna hefur það ekki sömu áhrif að taka inn stök vítamín, steinefni eða önnur hollustuefni í töfluformi. Verndandi áhrif af neyslu ávaxta og grænmetis, á heilsuna, virðast meiri eftir því sem meira er borðað af mismunandi tegundum. Þess vegna er fólki ráðlagt að borða fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum í nægjanlegu magni.
Sjá einnig: Breyta óhollustu í hollustu
Ávaxta- og grænmetisneysla Íslendinga hefur aukist talsvert á undanförnum árum en hún þarf samt að vera mun meiri til að uppfylla ráðleggingar um hollt mataræði. Skammturinn getur verið meðalstór ávöxtur eða um 100 g af grænmeti. Ávaxtasafi er einnig talinn með en hann reiknast aldrei nema sem einn skammtur, sama hvað mikið er drukkið. Mörgum finnst þetta mikið og vex í augum að innbirða allt þetta magn af ávöxtum og grænmeti en það er auðveldara en menn halda. Það getur til dæmis verið einn ávöxtur, eða glas af ávaxtasafa að morgni og græmetissalat með hádegismatnum, annar ávöxtur síðdegis, tvær tegundir af grænmeti með kvöldmatnum. Skammtarnir eru orðnir fimm og þar sem engin ástæða er til að hætta er hægt að fá sér ferska ávexti í eftirrétt.
Það má ekki heldur gleyma því að grænmeti, sem er notað í matseldina t.d. í potrétti, pastarétti og á pítsuna, reiknast með. Það eykur svo á fjölbreytnina að borða bæði hrátt og soðið grænmeti með matnum. Einnig er góð leið að fá sér ávexti og grænmeti ofan á brauðið t.d. banana, epli, tómata og gúrku og skera ávexti út í súrmjólkina. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvað hægt er að gera til að auka hlut ávaxta og grænmetis í mataræðinu og hafa þannig jákvæð áhrif á heilsuna á einfaldan hátt.
Munið 5 á dag!
Lestu fleiri áhugaverðar greinar
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.