Hvað er til ráða við ristruflunum?

Getuleysi er algengt vandamál meðal karlmanna og lýsir það sér svo að karlmaðurinn á í erfiðleikum með ris, svo það er erfitt fyrir þá að fá sáðlát við kynmök. Þetta gerist oftar hjá eldri mönnum, en stundum er þetta vandamál til staðar hjá yngri mönnum.

Algengustu ástæðurnar fyrir getuleysu er sykursýki, hár blóðþrýstingur, lélegt blóðflæði, þunglyndi, sum hjartalyf, reykingar, offita, slæm samskipti við maka, álag, ótti og kvíði.

Sjá einnig: Tíðni stinningarvanda eykst með aldrinum

open-uri20150203-30608-92kpnp

Sjá einnig: Kynlíf og taugasjúkdómar

Hér eru nokkrir möguleikar sem hjálpa þér að meðhöndla getuleysi

Hættu að reykja

Rannsóknir hafa sýnt fram á að reykingar stífla æðar og hefta blóðflæði, sem er nauðsynlegt til þess að framkalla ris. Hættu að reykja ef þú vilt fá betra ris.

Byrjaðu að hreyfa þig

Hreyfing er enn önnur leið til að auka getu þína. Sama hvaða hreyfing það er, þá mun hún bæta blóðflæði þitt.

Létta sig

Offita minnkar getu og þess vegna er mikilvægt að halda sér í kjörþyngd.

Borðaðu Ginseng

Asískt Ginseng hefur góð áhrif á líkamann og hefur góð áhrif á getu karlmanna.

Borðaðu vatnsmelónu

Þrátt fyrir að hnetur og hunang hefur verið talið vera sérlega kynörvandi, hefur vatnsmelóna allan vinninginn. Vatnsmelóna inniheldur citrulline, sem er amínósýra í líkamanum sem eykur framleiðslu á köfnunarefnisoxíð, sem síðan víkkar æðarnar. Þegar æðarnar víkka verður blóðþrýstingur lægri og leiðir til betra blóðflæðis fyrir betra ris.

Borðaðu Goji ber

Þú finnur varla það matvæli sem er eins kynörvandi og goji ber. Þau auka framleiðslu testósteróns í líkamanum.

Sjá einnig: Ristruflanir (getuleysi) – Pistill

Munið einnig að það er mjög mikilvægt að halda uppi góðum samskiptum í sambandi, því karlmenn eru ekkert ólíkir konum þegar kemur að tilfinningum.

SHARE