Vogris er sýking í hársekk í efra eða neðra augnloki. Þetta er nokkuð algengur kvilli en með öllu hættulaus. Iðulega gengur vogrís yfir á u.þ.b. viku. Ef um endurtekna eða útbreidda sýkingu er að ræða ber að leita læknis.
Hver er orsökin?
Sýkingin stafar af bakteríum (klasasýklum).
Sjá einnig: Hún er með kvef í augunum
Hver eru einkennin?
Eymsli og roði myndast á augnloki við augnhár. Hvítur graftrarnabbi myndast á roðasvæðinu og springur hann iðulega eftir fáeina daga. Þá tæmist gröfturinn út og augnhárin losna. Eymslin hverfa þegar gröfturinn losnar og augnlokið jafnar sig á skömmum tíma.
Stöku sinnum fylgir aukið tárarennsli, ljósfælni og tilfinning um að aðskotahlutur sé í auganu.
Hver er meðferðin?
Þegar augnlokið verður aumt og rautt er hægt að leggja við það heita bakstra í nokkrar mínútur í senn, þrisvar á dag. Þegar graftrarnabbinn myndast er hægt að kippa augnhárinu burtu og við það tæmist gröfturinn út. Því næst skal þvo augnlokið vandlega með bómullarhnoðra vættum í heitu soðnu vatni þar til allur gröftur er horfinn.
Stundum myndast vogrís endurtekið með stuttu millibili eða verða fleiri en einn í einu. Þá hefur sýkingin breiðst út og er þá hægt að meðhöndla með sýklalyfi.
Leitið læknis ef:
- ef sýkingin verður þrálát
- allt augnlokið er bólgið
- húðin umhverfis augað fer að roðna
- aðrar sýkingar s.s. hvarmabólga eru einnig til staðar.
Lestu fleiri áhugaverðar greinar á