Núna er verkfall í menntaskólum landsins og búið að standa núna yfir í um viku. Verkfall hefur mikil áhrif á bæði kennara og nemendur, þó hefur verkfall verri áhrif á menntun nemenda vegna þess að brottfall nemenda úr námi á meðan verkfalli stendur getur verið mjög mikið.
Nokkur ungmenni voru spurð um hvað þeim þótti um þetta verkfall og svarið var ,,Geðveikt leiðinlegt”. Okkur þótti mjög áhugavert að heyra að þeim þótti það leiðinlegt að vera í verkfalli og þeim leiðist, en við bjuggumst við því að krökkunum findist gaman að fá frí.
Það sem þessi ungmenni höfðu fleira að segja var að þeim leiddist í verkfallinu, þau hafa miklar áhyggjur á því hvaða áhrif verkfallið mun hafa á menntun þeirra og þau vilja bara fara aftur í skólann og halda áfram að mennta sig.
Nokkur ungmenni hafa lýst áhyggjum yfir því að þau þori ekki að fara á vinnumarkaðinn á meðan verkfallinu stendur því þau eru hrædd um að þá færu þau ekki aftur í skólann eftir að verkfalli lýkur.
Þrátt fyrir að verkfall hafi slæm áhrif á menntun ungmenna þá sýna þeir kennurum sínum mikla samstöðu og skilja þeirra afstöðu. Stofnaður hefur verið hópur á facebook sem ber nafnið Aðgerðahópur ósáttra ungmenna. Þar eru nemendur samankomnir til að ræða verkfallið og eru að sýna samstöðu með kennurum sínum með því að birta greinar um sitt álit. Einn nemandi sagði svo skynsamlega ,,Kennarar eru þeir sem ráða yfir velferð okkar ungmenna, styðjum við bakið á þeim”.
Ungmennin hafa miklar áhyggjur af því að þeir einstaklingar sem þjóðin á að líta á sem leiðtoga, séu ekki að taka framtíð ungmennanna alvarlega og eru ekki að átta sig á þeim afleiðingum sem kemur í kjölfar þeirra hegðunar. Einnig hafa nemar sem eru með greiningar á borð við ADHD miklar áhyggjur þar sem þeim þykir erfiðara að halda sig við efnið og treysta sér því ekki að læra sjálfir og því eru líkurnar á brotfalli orðnar mjög miklar.
Mikilvægt er að raddir þessara ungmenna heyrist þar sem verkfall hefur gríðalega mikil áhrif á skólagöngu fólks. Með því að láta raddir sínar heyrast eru ungmennin að reyna sitt til að hafa áhrif á stjórn landsins um að menntun þeirra sé mikilvæg og hvað þeim þykir um laun kennaranna sinna.
Okkur langar að enda þessa grein á því sem nemdendur hafa sagt inni á facebook síðu Aðgerðahóp ósáttra ungmenna:
,,Við, kæra námsfólk, þurfum að grípa til aðgerða fyrir kennarana okkar! Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ef þetta verkfall verður langt mun það líklega koma til með að nemendur flosni upp úr skóla. Framtíð okkar er í húfi!”