Hvað gerir Gua Sha fyrir húðina þína?

Andlitsmeðferð Gua Sha er ekki beint eitthvað nýtt undir sólinni en það eru margir að uppgötva það og nota það um þessar mundir. Gua Sha (borið fram Gwa Sja) er dásamleg vara sem eykur slökun og dregur úr spennu í andlitinu Einnig er það talið að notkun á Gua Sha geri húðina stinnari, hreinni og skerpi á útlínum andlitsins.

Hvað gerist við notkun Gua Sha?

Blóðflæðið eykst og bólgur minnka í andliti. Samkvæmt snyrtifræðingi og eiganda Inderma Studio, Nichelle Temple, muntu sjá „mikinn árangur á meðan þú ert að koma í veg fyrir og vinna á einkennum af öldrun húðarinnar, þ.e.a.s. hrukkum, baugum, bólgum og slappri húð.“

Þegar blóðflæðið er aukið þá verður húðin rakari og hinn eftirsótti, unglegi ljómi lætur sjá sig og húðin losar sig við náttúruleg óhreinindi og fitu.

Hvernig áttu að nota Gua Sha?

Þú ættir að byrja á hálsinu og vinna þig upp á við og enda á enninu.

  1. Notaðu góðan andlitsúða (facial mist) og góða olíu fyrir andlit.
  2. Byrjaðu á hálsinum og svo vinnur þú þig upp.
  3. Strjúktu upp á við og út á við á kjálka, höku og við munn.
  4. Strjúktu yfir kinnar og farðu varlega með svæðið undir augum og á augabrúnum.
  5. Endaðu á að strjúka ennið upp á við í átt að hárlínu.

SHARE