
Hver kannast ekki við þessa stöðu? Letiblandið eftirmiðdegi, smá afslöppun í sófanum og svo hringir skyndilega síminn. Á skjánnum birtist nafn fyrrverandi og allt fer í lás. Ætti maður að svara? Skella á? Hækka í tónlistinni? Segja nafnið sitt með daðurslegum tón? Þykjast vera einhver annar? Vera einlæg?
Sjá einnig: Hvað gerist í líkama þínum við sambandsslit?
Af hverju er fyrrverandi að hringja? Hvernig höndlar maður að fá afhentan bikarinn? Vill hann koma aftur? Er nýja kærastan að hringja? Lenti maðurinn í slysi? AF HVERJU er maðurinn að hringja núna?
Sjáum hvernig þessi unga kona bregst við:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.