25 mögulegar afleiðingar svefnskorts

Í hinu vestræna samfélagið þar sem allt gengur út á hraða, er svefnleysi orðið stórt vandamál. Árið 1942 var meðal svefnlengd á hverri nóttu 8 klukkustundir, en í dag er það ekki nema 6,8 tímar. (Ráðlagt er að sofa á milli 7 til 9 tíma á hverri nóttu).

Í nýlegri könnun sem var gerð í Bandaríkjunum kom í ljós að næstum því 40 prósent af Ameríkönum sofa færri en 7 klukkustundir á nóttu og áætlað er að 70 milljónir þar í landi þjáist af einhvers konar svefnröskun.
Allir vita að það er mikilvægt að fá nægan svefn en fæstir gera sér þó grein fyrir því hversu slæmar afleiðingar það hefur í för með sér að sofa of lítið.

Hér eru 25 mögulegar afleiðingar svefnskorts

  1. Skapstyggð
    Hópur af rannsóknarmönnum frá Ísrael tóku eftir því að einstaklingar kvörtuðu undan skapstyggð og tilfinningalegum óstöðugleika í kjölfar svefnlausra nátta. Til þess að sanna þetta fylgdust þeir með læknanemum sem voru illa sofnir. Rannsóknin leiddi í ljós að neikvæð tilfinningaleg áhrif, út frá truflandi atburðum líkt og það ef einstaklingur var ónáðaður við störf, urðu meiri ef aðili var illa sofinn.

  2. Höfuðverkir
    Vísindamenn vita ekki nákvæmlega af hverju svefnleysi orsakar höfuðverk en þetta er tenging sem læknar hafa tekið eftir í um hundrað ár. Svefnleysi getur komið af stað mígrenisköstum og 36 til 58 prósent af fólki með kæfisvefn vakna með óútskýranlegan höfuðverk.

  3. Námsörðugleikar
    Syfja á meðal unglinga hefur lengi verið vandamál. Ein rannsókn á nemendum í gagnfræðiskóla leiddi í ljós að ef skóladeginum var seinkað frá hálf átta til hálf níu, ýtti það undir hærri einkunnir.
    En syfja hefur ekki einungis áhrif á getu barna heldur líka fullorðinna.
    Skammtímaminni er mikilvægur hluti þegar við lærum og svefnleysi dregur úr hæfileikum einstaklinga til að muna orð sem þeir lögðu á minnið deginum áður. Í annarri rannsókn komust rannsóknarmenn að því að þrátt fyrir að það væri algengt að fólk bætti frammistöðu sína í verkefnum þegar þau gerðu verkefnið oftar en einu sinni þá ætti það ekki við ef einstaklingnum væri haldið vakandi lengi eftir að hann hefðu gert verkefnið. Jafnvel þótt hann fengi örlítinn svefn áður en hann reyndi aftur við það.

  4. Þyngdaraukning
     Einstaklingar sem eru illa sofnir eru með meira hormónaójafnvægi sem virðist orsaka því að þeir fái aukna matarlyst, meiri löngun í kolvetnaríka fæðu, láti frekar eftir sé að fá sér sætindi og hafi minni stjórn á skyndihvötum – sem er hættuleg blanda. Það er aftur á móti rétt að einstaklingur brenni fleiri hitaeiningum vakandi en það er ekki næstum því nóg til að brenna öllum þeim auka hitaeiningum sem einstaklingar taka inn þegar það er þreytt.

  5. Verri sjón
    Þrengra sjónarsvið, að sjá hluti tvöfalt og óskýrt er tengt við skort á svefni. Því lengur sem einstaklingur er vakandi því meiri verða sjón örðugleikarnir og líkurnar á því að einstaklingur upplifi ofskynjun eykst til muna.

  6. Hjartasjúkdómar
    Þegar rannsóknar menn héldu hópi af fólki vakandi í 88 klukkustundir fór blóðþrýstingurinn hjá þeim hækkandi, sem er ekkert sem kemur á óvart. Það sem er þó áhugavert er að einstaklingar sem fengu að sofa 4 klukkustundir á nóttu, voru einnig með háan blóðþrýsting í samanburði við þá sem sváfu í 8 tíma. Gildi svokallaðs C-reactive próteins sem er mælikvarði á aukna hættu á hjartasjúkdómum var hærri hjá vansvefta einstaklingum.

  7.  Lengri viðbragðstími
    Viðbragðstími einstaklinga lengist til muna ef aðilinn er illa sofinn. Þegar rannsóknarmenn lögðu 2 próf, fyrir nema í herskólanum West Point,  sem krafðist skjótrar ákvarðanatöku, hluta af hópnum hafði verið leyft að sofa á milli prófanna en hinn ekki, kom í ljós að þeir sem höfðu sofið gekk betur á seinna prófinu. Sá hópur sem fékk ekki að sofa skilaði verri útkomu og viðbragðstími þeirra lengdist. Rannsókn í íþróttamenntaskóla skilaði svipaðri niðurstöðu.

  8. Sýkingar
    Ónæmiskerfið í okkur kemur í veg fyrir að við fáum sýkingu í hvert skipti sem við fáum opið sár af einhverju tagi. Það þarf ekki nema eina svefnlitla nótt til þess að veikja ónæmiskerfið en þá erum við ekki lengur jafn vel í stakk búin til að verjast minniháttar sýkingum.

  9. Áhættutaka í fjármálum
    Áður en stórar ákvarðanir eru teknar sem tengjast fjárhag einstaklinga getur skipt sköpum að vera vel sofinn. Nokkrar nætur af litlum svefni ýttu undir það að einstaklingar breyttu snögglega um ákvörðun í áhættusömum ákvarðanatökum sem olli því að þeir lentu í verri fjárhagsstöðu heldur en áður.

  10. Ofvirk þvagblaðra
    Á meðan maðurinn sefur hægir líkaminn á þvagframleiðslu. Það er ástæðan fyrir því að flestir einstaklingar þurfa ekki að kasta af sér þvagi um miðjar nætur eins og þeir gera yfir daginn. Aftur á móti ef aðili er illa sofinn þá á sér ekki lengur stað þetta eðlilega ferli. Rannsóknarmenn kalla þetta næturþvagframleiðslu. Þetta ástand er tengt við börn og fullorðna sem missa þvag í svefni og þá aðila sem þurfa að fara á salernið ótt og títt að næturlagi.

  11. Eirðarleysi
    Áttu í erfiðleikum með að halda athygli þegar þú ert að lesa eða hlusta á eitthvað? Áttu í basli við allt sem krefst þess að þú virkilega einbeitir þér? „Verkefni sem krefjast athygli virðast vera næm fyrir svefnleysi,“ hafa rannsóknir leitt í ljós. Ef þú vilt vera kvikur á fæti og eftirtektarsamur þá er góður svefn lykilatriði. Mikil þreyta getur skilað þér óstöðugu ástandi þar sem þú hvorki telst alveg vakandi né sofandi og eiginleiki þinn til  að beita einbeitingu og athygli er ekki til staðar.

  12. Minni virkni bóluefna
    Bóluefni virka þannig að þau hvetja líkamann til að búa til mótefni gegn sérstökum veirum. Þegar við sofum ekki, setjum við ónæmiskerfi í meiri hættu og það virkar ekki eins vel. Í lítilli rannsókn voru 19 manns bólusett gegn lifrabólgu A. 10 af þeim fengu 8 tíma svefn nóttina eftir á meðan restin af hópnum var látin vaka alla nóttina. Fjórum vikum síðar kom í ljós að þeir sem fengu fullan svefn höfðu myndað tvisvar sinnum meira af mótefninu heldur en þeir sem höfðu ekki fengið svefn.
    Önnur rannsókn sýndi þó aðrar niðurstöður. Þá hafði svefnlaus nótt í kjölfar bólusetningar gegn flensu engin langtíma áhrif á ónæmi gagnvart veirunni. Áhrifin eru því mismunandi eftir tegund sjúkdóms. „Svefn ætti að vera gerður lykilþáttur í því að bólusetning gegn lifrabólgu verði árangursrík,“ sagði rannsóknarmaður úr lifrabólgu A rannsókninni.

  13. Lakari málfærni
    Mikið svefnleysi getur haft þau áhrif að þú talar klauflega, líkt og þú sért ölvaður. „Sjálfboðaliðar sem héldu sér vakandi í 36 klukkustundir fóru að endurtaka sig og urðu klisjukenndir í tali; þeir töluðu hægar, í sama tóninum og óskýrt“ greindi ein rannsókn. „Þeir voru ekki fyllilegar hæfir til að tjá sig almennilega né tjá hugsanir sínar.“

  14. Veikindi
    Ef þú ert að velta því fyrir þér afhverju þú ert alltaf að verða veik og virðist smitast af hverri pestinni á fætur annarri, er það líklegast vegna þess að þú ert ekki að sofa nóg. Þegar hópur af 153 einstaklingum komst í snertingu við algent kvef þá voru þeir sem höfðu sofið færri en 7 klukkustundir á nóttu undanfarnar tvær vikur, þrisvar sinnum líklegri til að veikjast heldur en þeir sem höfðu fengið 8 klukkustunda svefn.
    Hversu vel þú sefur er líka stór þáttur – þeir sem eyddu 92 prósent af tímanum sínum upp í rúmi sofandi voru 5,5 sinnum líklegri til að smitast af kvefinu heldur en þeir sem sváfu 98 til 100 prósent af tímanum sofandi.

  15. Meltingarvandamál
    Einn af hverjum 250 Bandaríkjamönnum þjást af bólgusjúkdómi í þörmum og svefnleysi gerir einkenni þessa sjúkdóms verri. Langvarandi svefnleysi eykur líka líkurnar á einstaklingur þrói með sér bólgusjúkdóm í þörmum (Inflammatory Bowel Disease) og ristilkrampa (Inflammatory bowel Syndrome) sem er áætlað að hrjái 10 til 15 prósent Ameríkana. Sjúklingar með Chron´s eða svæðisgarnabólgu eru tvisvar sinnum líklegri til hraka ef þeir fá ekki nægilegan svefn.
  16. Bílslys
    Það að keyra syfjaður er oft líkt við að keyra drukkinn. Þú ættir að gera hvorugt. „Bílslys tengd þreytu, syfjuðum bílstjóra og þegar bílstjóri sofnar við stýrið eru mjög algeng, en oft vanmetin.“ Flugmenn, vörubílstjórar, læknanemar og aðrir einstaklingar sem þurfa að halda sér vakandi í lengri tíma eiga í meiri hættu að lenda í slysi eða vera nálægt því vegna svefnleysi.
  17. Uppurin kynhvöt
    Testósterón er mikilvægur þáttur í kynhvöt og löngun kvenna og karla. Þegar við sofum hækkar testósterón magnið í líkamanum en lækkar þegar við erum vakandi. Svefnleysi og svefntruflanir er tengdar við kynhvöt og getuleysi. Einstaklingar með kæfisvefn eru í sérstökum áhættuflokki.

  18. Sársauki
    Fólk í sársauka – sérstaklega þeir sem þjást af langvarandi verkjum – eiga það til að fá ekki nægan svefn. Það er eðlilegt þar sem sársauki og verkir geta vakið mann upp um miðja nótt og gert manni erfitt að sofna. Nýlega fóru vísindamönnum að gruna að svefnleysi geti valdið verkjum eða allaveg aukið næmni einstaklinga fyrir sársauka og verkjum. Ein rannsókn sýndi að eftir að einstakling var haldið vakandi heila nótt hafði sá aðili lægri sársaukaþröskuld – magnið af sársauka sem þeir þoldu var minna.

  19. Sykursýki
    Að vera vakandi þegar líkaminn þinn vill vera sofandi ruglar efnaskiptunum í líkamanum, sem eykur einnig hættuna á sykursýki 2. „Aukin svefnlengd í ákveði tíma getur minnkað hættuna á sykursýki,“ var niðurstaðan í einni rannsókn á unglingum. Fjórar stórar rannsóknir á fullorðnum einstaklingum sýndu einnig sterka tengingu þarna á milli en þó er ekki bein tenging á milli þess að sofa lítið og að fá sykursýki.

  20. Mistök
    Flestir taka eftir því að þegar þú ert þreyttur þá ertu ekki alveg með allt á hreinu. Ein rannsókn sýndi að ein svefnlaus nótt stuðlaði að 20 til 32 prósent aukningu í mistökum hjá skurðlæknum. Íþróttamenn sem spila íþróttir sem krefjast nákvæmni líkt og í skotfimi, siglingum, hjólreiðum og fleiru gerðu einnig meiri mistök ef þeir voru þreyttir eftir langa vöku.

  21. Krabbamein
    Vísindamenn eru nýfarnir að rannsaka sambandið milli svefns og krabbameins, þróun krabbameina er einnig mismunandi eftir tegund. Truflun á svokölluðum líftakti, það er reglubundar lífeðlisfræðilegar sveiflur, og lakara ónæmiskerfi eru beinar afleiðingar af svefnleysi. Það kemur því ekki á óvart að bráðabirgðaniðurstöður sýni að fólk sem færi ekki nægan svefn sé í meiri hættu að fá ákveðna tegundir af krabbameini, einkum ristil- og brjóstakrabbamein.

  22. Minnisleysi
    Svefntruflanir hjá eldra fólki geta orsakað ákveðnum breytingum í heilanum sem eru tengdar við rýrnun á langtímaminni og svefn tengdur minnisskortur hefur einnig verið rannsakaður hjá almennum fullorðnum einstaklingum. Allt frá því árið 1924 fóru rannsakendur að taka eftir því að fólk sem svaf meira mundir meira. Lélegur svefn og ekki nægur svefn hefur verið tengt við hátt magn af β-Amyloid próteini hjá einstaklingum sem leiðir til skemmda í heilanum og orsakar Alzheimer.

  23. Truflun á genastarfsemi
    Rannsókn frá árinu varpaði ljósi á það afhverju svefn er svona mikilvægur fyrir svona margar hliðar af heilsunni okkar. Lélegur svefn truflar eðlilega genastarfsemi. Eftir eina viku af 6 tíma nætur svefni á hverri nóttu kom í ljós að meira en 700 gen fóru að hegða sér óeðlilega. Einnig þau gen sem hjálpa til við að stýra ónæmis- og álagskerfinu.
    Sum gen sem fylgja sama daglega hlutverkinu hættu að gera það á meðan önnur sem fylgja ekki daglegu munstri fóru að gera slíkt. Hvað þýðir það? Það þarf aðeins eina viku af of stuttum svefni til að láta hluta af genastarfseminni fara í vitleysu.

  24. Þunglyndi og óhamingja
    Í klassískri rannsókn sem var stýrt af sálfræðingnum og Nóbel verðlaunahafanum Daniel Kahneman héldu hópur af 909 vinnandi konum nákvæma skrá yfir skapið sitt og daglegar athafnir. Á meðan munur á tekjum hafði lítil áhrif á hamingju þá var lélegur nætursvefn einn af tveimur þáttum sem gat eyðilagt skapið hjá þeim, hitt var stuttir skilafrestir (í vinnu).
    Önnur rannsókn sýndi hærri tíðni af hamingju í hjónaböndum hjá konum sem fengu góðan nætursvefn. Þó það sé erfitt að segja til um það hvort hamingjusamt fólk sofi betur, hvort betri svefn geri fólk hamingjusamara eða hvort þetta sé blanda af hvoru tveggja. Þeir sem þjást af svefnleysi er tvisvar sinnum líklegri til að verða þunglyndir og sýna bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknum að ef svefnvandamál eru löguð dregur það úr þunglyndiseinkennum.

  25. Dauði
    Mörg heilsuvandamál er tengd við svefnleysi og lök gæði á svefni. Fólk sem að jafnaði fá ekki 7 til 8 tíma svefn er líklegra til að deyja á því tímabili. Við deyjum öll á endanum en of lítill svefn er tengdur við hærri tíðni af ótímabærum dauða.

SHARE