Hvað gerist þegar konur fá fullnægingu?

Hvað gerist meðan á fullnægingu stendur? 

Fullnæging. Eitt af því besta við að vera kona eru þessar frábæru fullnægingar – flestar óska þess að þær gætu fengið það oftar. Aðeins (10-25%) kvenna getur fengið fullnægingu með samförum einum saman og 10-15% kvenna eiga erfitt með að fá fullnægingu. 

En hversu mikið veistu um hvað líkami þinn er að gera þegar þú nærð fullnægingu? Að skilja meira um þaðsem raunverulega gerist í líkama þínum meðan á örvun stendur og fullnægingunni sjálfri gæti hjálpað þér að ná hápunkti oftar.    

Örvun 

Líffærafræði fullnægingar byrjar á forleiknum – eins og flestar konur geta vottað um. Líkaminn er fullur af kynörvandi stöðum, þó er örvun sníps lykilatriði. Hjá flestum konum tekur það að meðaltali 20 mínútur að fá fullnægingu.  

Í millitíðinni gengur líkami þinn í gegnum breytingar sem auka næmi og örvun og gera líkama þinn tilbúinn fyrir fullnæginguna. Sumar þessara breytinga eru sýnilegar en aðrar koma innanfrá og aðeins hægt að finna fyrir þeim.   

Þessi hlýja notalega tilfinning sem þú finnur fyrir þegar þú nálgast fullnægingu stafar af auknum hjartslætti og blóðþrýstingi og megnið af því blóði beinist að kynfærum þínum.  Þar liggur snípurinn sem bólgnar og stækkar, þar bíða yfir 8.000 taugaendar spenntir.   

Þegar þú nærð hápunkti dregst snípurinn aftur upp undir snípshettunna (slíðrið á húðinni sem verndar snípinn þinn). Innri kynfæri þín byrja að bólgna og skapabarmar aðskiljast – þessu fylgir oft dökkur litur þegar meira blóð fyllir vefinn.  

Þó að það sé rétt að hátt í 75% kvenna geti ekki fengið fullnægingu með samförum 
eingöngu, þá eru leiðir til að auka spennu og koma þér nær brúninni. Það getur verið
gott  að byrja á nuddi. Það getur líka verið gott að finna titrara sem fer á sníp og í leggögn, 
hann er hannaður með pör í huga og getur verið í gangi meðan á samförum stendur.  

Það gerir það að verkum að hendur eru lausar til að leika sér á öðrum stöðum.
En fyrst og fremst að halda áfram að kanna hvað þér finnst gott, njóttu þess að
prufa þig áfram. Það er aldrei að vita að hverju þú kemst að um sjálfa þig.  

Sjá einnig: Hún ætlar að taka af sér allan farðann

Leggöngin þín byrja að seyta vökva til að smyrja sig til að gera kynlífið þægilegra – 
Því meiri örvun, því blautari verður þú. Hins vegar er það ekki alltaf nóg – og það er eðlilegt!
Það kemur fyrir margar konur af mismunandi ástæðum. Vertu bara viss um að hafa
sleipiefni við höndina til að hjálpa þér. Samhliða þessari smurningu verður neðri hluti
leggangnanna mjórri og efri hlutinn lengist þegar leghálsinn og legið hreyfast aðeins
upp og skapar meira rými fyrir getnaðarlim eða leikfang.  

Meðan á forleiknum stendur muntu taka eftir aukinni spennu og fiðring í líkamanum –
frá andliti til fingra og fóta. Það er losun þessarar spennu í fullnægingunni sem er svo ótrúleg.
Þú gætir byrjað að finna fyrir smá krampa, ekki bara í mjaðmagrindinni heldur um
allan líkamann – þetta er kallað “myotonia” og er talið vera vegna þess að krampi í
mjaðmagrindarvöðvum þínum og líffærum togar í aðra vöðva og veldur því að þeir hreyfast líka. Þessir krampar verða enn meiri og kröftugri við fullnægingu.  

Fullnægingin 

Þegar hámarks stundin loksins rennur upp munu vöðvakrampar byrja, sérstaklega í
mjaðmagrindinni. Þetta er sambland af veggjum legsins, leggöngum, endaþarmsopi
og grindarhols sem snertir og veldur ánægjuöldum um kviðinn og allan líkamann.   

Athyglisvert er að vísindamenn hafa komist að því að styrkur fullnægingarinnar getur
verið bundinn við heilsu grindarbotnsvöðvanna. Því sterkari sem grindarbotnsvöðvarnir
eru því betur dragast þeir saman við fullnægingu og bæta við ánægjuna sem þú finnur fyrir.
Lang auðveldasta leiðin til að styrkja þessa vöðva er að byrja að gera grindarbotnsæfingar,
sem fela í sér að lyfta grindarbotninum upp á við, halda samdrættinum í nokkrar sekúndur,
slaka síðan á og endurtaka.   

Nú eru til fullt af grindarbotnæfingum og Kegel öppum sem hjálpa þér að auka styrk 
grindarbotnsins og leiðbeina þér í gegnum æfingar þínar með mildum titringi.
Þegar þú bætir þig færist þú upp um erfiðleikastig svo þú nærð upp styrk grindarbotnsins 
og í framhaldi verður kynlífið enn betra. 

Sjá einnig: Innlit á heimili Tommy Hilfiger

Styrkur fullnægingar getur síðan verið mismunandi, varað frá nokkrum sekúndum upp í heila mínútu.  

Fjöldi samdrátta er einnig breytilegur, en eðlilegur fjöldi samdrátta getur verið frá
einum upp í tólf, sem vara hver um sig í sekúndu. Ekki halda að kynlíf og fullnæging
sé algjörlega líkamleg – heilinn þinn tekur líka þátt og losar um efni eins og oxytósín
(sem hjálpar til við að skapa nánd) og dópamín (sem er náttúrulegur verkjastillir).  

Mundu að allar fullnægingar eru ólíkar og hver kona upplifir fullnægingu sína á ólíkan hátt.
Að hafa betri skilning á því hvernig líkami þinn (og heili) bregðast við kynferðislegri örvun
getur það hjálpað þér að auka þekkingu á þinni fullnægingu. Gefðu þér tíma annað hvort
ein eða með maka þínum til að átta þig á því hvað þér finnst gott og finndu þinn eigin takt –
við vitum öll að leiðin að fullnægingu er hluti af skemmtuninni! 

Á heimasíðu Heilsutorgs má finna allskonar greinar tengdar heilsu og mataræði. Þessi grein er frá þeim og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra.

SHARE