Hvað hræðir þig samkvæmt þínu stjörnumerki?

Við erum öll hrædd við eitthvað. Sumir halda að þeir séu þeir einu sem hræðast eitthvað ákveðið en svo er ekki.

Það er misjafnt hvað það er sem hræðir mann og það getur verið misjafnt milli stjörnumerkja.

Hér er listi yfir það hvaða hlutir hræða stjörnumerkin mest:

1. Hrútur

Hrúturinn hræðist það að deyja ungur – sumir hræðast dauðann það mikið að þeir geta varla sagt orðið „dauði“. Hann hræðist það að lifa leiðinlegu, tilgangslausu og fábreyttu lífi sem þeir munu sjá eftir þegar líður á ævina. Stærsti óttinn þeirra er samt chronophobia – Ótti við framtíðina. Hrúturinn veltir oft fyrir sér hvers vegna hann vinnur svona mikið því hann muni á endanum deyja.

2. Naut

Nautið hræðist margt líka en þeirra stærsti ótti er eimanaleiki. Verandi mikil félagsvera þá þolir Nautið ekki einmanaleika. Ef það fer í gegnum daginn án þess að tala við einhvern, mun það þjást og líða illa þangað til einhver talar við það. Nautið hræðist að deyja eitt og það er einmitt ástæðan fyrir því að konur í nautsmerkinu eyða oft mörgum árum í handónýt ástarsambönd.

3. Tvíburi

Tvíburinn hræðist það mikið að staðna. Honum finnst ómögulegt til þess að hugsa að hann muni ekki ná öllum sínum markmiðum og muni ekki geta fylgt draumum sínum frá sextugsaldrinum og til dauðadags. Þetta er ástæðan fyrir því að hann er þakklátur fyrir hvern dag sem hún heldur heilsu.

4. Krabbi

Höfnun er eitthvað sem Krabbinn hræðist mikið. Þeir sem hafa völd eru alltaf hræddir um að missa þau völd sín. Krabbar sem lifa venjulegu lífi eru mjög hræddir við að breyta út af vananum og stíga út fyrir þægindarammann. Stærsti ótti Krabbans er samt lofthræðsla og forðast þeir allt klifur til hins ýtrasta.

5. Ljón

Eini ótti Ljónsins er að enginn taki eftir þeim, að það sé vanmetið og enginn kunni að meta það. Ljónið er öfundsvert að þessu leiti því það þarf ekki að komast yfir stóran ótta, fælni og kvíða.

6. Meyja

Óttinn við einsemd er eitthvað sem fær Meyjuna til að vera óbærilega ömurlegt. Konur í Meyjunni eru tilbúnar að gera allt til að ganga í hjónaband eða að minnsta kosti í föstu sambandi. Karlmenn í Meyjunni verða örvæntingarfullir ef þeir eru einir. Fyrst að Meyjan á erfitt með að eignast vini og stofna til sambanda, eru þeir oft einmana og hræðast það að vera ein að eilífu.

7. Vog

Vogin elskar frið og þola engar útistöður. Hún gerir allt sem hún getur til að forðast útistöður en það er varla hægt því líf okkar er fullt af drama. Það, að læra að takast á við útistöður, er besta leiðin til að forðast hræðsluna við þær.

8. Sporðdreki

Sporðdrekinn hræðist að gera mistök og klúðra hlutum. Hann er með fullkomnunaráráttu sem er mjög erfitt að takast á við. Það er alveg sama hverju hann áorkar, hann er aldrei sáttur við útkomuna. Þeir geta ekki hætt að hafa áhyggjur af því að gera mistök.

9. Bogmaður

Bogmaður elskar peninga og er mjög hræddur um að eiga ekki peninga. Peningar eru algjört forgangsatriði og þeir eru til í að gera hvað sem er til að fá þá. Hann hræðist líka einsemd og verður þunglyndur þegar hann skortir athygli og ást.

10. Steingeit

Steingeitin óttast gagnrýni, opinbera niðurlægingu og mistök. Hún kappkostar við að gera heiminn að betri stað og óttast að hafa ekki nægan tíma til að ná markmiði sínu. Sumar Steingeitur segjast vera hræddar við kóngulær.

11. Vatnsberi

Vatnsberinn óttast að missa sjálfstæði sitt. Hann er sjúkdómahræddur, hræddur við að mistakast, hræddur við sambandsslit og óheppni. Föstudagurinn 13. er ekki í uppáhaldi hjá honum. Þegar Vatnsberinn er í sambandi er hann hræddur um að maki hans taki alla stjórn á lífi hans.

12. Fiskur

Að lokum er það Fiskur. Í fyrsta lagi er Fiskurinn hræddur við ábyrgð og skuldbindingu. Það, að stíga inn í óttann er besta leiðin til að sigrast á óttanum. Fiskurinn hræðist það líka að finna aldrei sálufélaga sinn og að þurfa að eyða lífinu með rangri manneskju eða einsamall.

 

Heimildir: womanitely.com

 

SHARE